Ferðalag í gegnum útópískar víddir raftónlistarinnar

0

Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Thoroddsen gefur út nýja plötu undir nafninu Skyage. Platan nefnist Sú Kemur Tíð og er ferðalag í gegnum útópískar víddir raftónlistarinnar þar sem áhrif trans og ambient tónlistar ræður ríkjum.

Þorvaldur hefur undanfarin ár unnið að hinum ýmsu hljóðvinnslu og tónlistarverkefnum og þess má geta að lagið „Lost“ sem er á plötunni er notað í auglýsingarherferð hjá þýska hátalaraframleiðandanum ADAM AUDIO.

Plötuna má finna á Spotify og öllum öðrum helstu tónlistarveitum og einnig til sölu inn á CdBaby.

Hér má sjá auglýsinguna frá þýska hátalaraframleiðandanum ADAM AUDIO þar sem lagið Lost er notað:

Skrifaðu ummæli