„Fengum dagsleyfi inn í asbest fylltu höfðingjasetri“

0

Hljómsveitin Quest sendir nú frá sér myndband við lagið „Hin fegursta rós.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2014 og hefur komið víða við. Hljómsveitina skipa þeir Hreiðar Már Árnason, Bjarni Svanur Friðsteinsson og Grétar Mar Sigurðsson.

Myndbandið var tekið upp á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Evrópu sumarið 2016 og var unnið í samstarfi við franska ljósmyndarann Marc Maria. Myndbandið var allt tekið upp í yfirgefnu aðsetri háttsettra sovéskra embættismanna í Wünsdorf-Waldstadt í Þýskalandi.

Lagið, sem er rómantískt og fullt af afturhvarfi, tónar þannig fallega við umhverfi þessa yfirgefna höfðingjaseturs.

„Við fengum leyfi til að fara þarna inn í einn dag með kamerumanni og reyndum við því að nýta hann eins og best var á kosið. Við hlupum á milli herbergja á þessu risastóra svæði og reyndum að fanga kjarna hússins ásamt því að setja okkar brag á rústirnar. Eftir nokkrar klukkustundir inn í þessu rykfallna asbest fyllta höfðingjasetri var öllum farið að svima og farið að finna fyrir vanlíðan. Það er líklegast langt frá upplifun þeirra sem sóttu staðinn þegar hann var í blóma.” – Hljómsveitarmeðlimir

Að frátöldu þessu myndbandi er nóg annað á döfinni þ.m.t. upptökuferli, ný myndbönd og tónleikar en Quest mun koma fram á tónleikunum Nýjar tíðnir á Húrra þann 9. maí ásamt SEINT, Ara Árelíus, KRÍA og Rímnaríki.

Skrifaðu ummæli