Felur sig á bak við listamannsnafnið Gordon

0

Tónlistarmaðurinn Gordon var að senda frá sér lagið „Ha?.” Gordon er eins manns verkefni skipað Gordoni sem sér um hljóðfæraleik, söng, upptökur, mix og masteringu. kappinn er lítið fyrir athygli en þó smá athyglissjúkur og því felur hann sig á bak við listamannsnafn rétt eins og hann felur það að hann sé sköllóttur með því að ganga stöðugt um með höfuðföt.

„Ha?” er virkilega skemmtilegt lag sem rennur ljúflega inn í undirmeðvitund hlustandans, ekki hika við að skella á play!

Skrifaðu ummæli