FÉKK ÞRÁHYGGJU YFIR ÞVÍ HVERNIG LAGIÐ ÆTTI AÐ HLJÓMA

0

Tónlistarmaðurinn Valur Freyr eða Wally The Kid var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist, „Í Augum Úlfsins.“ Nafnið á laginu er tileinkað vini hans sem er hnefaleikamaður.

„þetta byrjaði allt með því að besti vinur minn þorsteinn snær  sem er hnefaleikamaður kom öllum á óvart með keyrslunni sinni inn í hringnum hann hefur æft bardagaíþróttir í stuttan tíma en hefur skapað sér gott nafn. Hann rotaði mig í sparri einu sinni. But thats love.“

Valur segir að þegar hann var að semja lagið læsti hann sig stundum inni í herbergi vegna þess að hann fékk mikla þráhyggju hvernig lagið, hver lína og ríma ætti að hljóma. Tónninn í laginu einkennist af heift og reiði þess vegna gerðu þeir viðlagið af svona dínamíti.

„Ef óli bro (ólafur ingólfsson) líkaði ekki við tökuna tókum við allt upp frá grunni því þetta átti ekki að vera gert af hálfkák, þannig að hver frítími sem ég fékk fór ég eitthvert á bílnum setti beatið í gang og lagði hvert einasta orð á minnið!“

Valur segir að hann lofaði vini sínum að gera lag til að peppa hann fyrir keppni, æfingu eða hvar sem er í lífinu. Án hans væri hann enn heima að rappa í vefmyndavél við notaða takta á youtube!

Einnig er hægt er að downloada laginu á Sound Cloud.

Skrifaðu ummæli