FEITT OG SVEITT BMX SESSION!

0

Anton Örn Arnarson er einn fremsti BMX kappi landsins en hann var að senda frá sér glænýtt myndband sem kallast Stereo Bikes Co en hann er kominn á mála hjá því fyrirtæki.

„Ég var semsagt að fá spons hjá stereo bikes í þýskalandi. þeir sendu mér fullan kassa af góðgæti! partarnir og hjólið í heild sinni er að reynast rosalega vel og gaman er að hjóla fyrir BMX company sem er með hjartað á réttum stað. Eigandi Stereo Bikes Co er gamall í hettunni en hann hefur hjólað um árabil og gerir enn, hann veit hvað hann syngur“ Anton Örn Arnarson.

Ísland Got Talent stjarnan Bendikt Benediktsson var einnig á svæðinu en að þeirra sögn tóku þeir feitt og sveitt session í innanhúsaðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar!

Hjólin umræddu fást hér á landi í verluninni Mohawks í Kringlunni og í Púkanum í Mörkinni.

http://www.mohawks.is

Skrifaðu ummæli