FEÐGARNIR STEFÁN HILMARSSON OG BIRGIR STEINN SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „UM VETRARNÓTT“

0

stefan

Stefán Hilmarsson þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn ástsælasti tónlistarmaður okkar Íslendinga. Stefán var að senda frá sér nýtt lag og er það í jólalegri kantinum. Lagið syngur hann ásamt syni sínum, Birgi Steini, en þetta er í fyrsta skiptið sem feðgarnir hljóðrita saman. Lagið heitir „Um vetrarnótt,” og munu feðgarnir frumflytja lagið opinberlega á jólatónleikum Stefáns í Hörpu þann 11. og 16. desember, en þar syngja auk þeirra Glowie, Guðrún Gunnarsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir. Hægt er að nálgast miða á tónleikanna hér.

Lagið smellpassar við  snjóinn sem fellur á landsmenn um þessar mundir og á án efa eftir að koma okkur í jólaskap.

Comments are closed.