FATBOY SLIM O.FL. Í FEITUM PARTYZONE ÞÆTTI Í KVÖLD

0

fatboy-2

Útvarpsþátturinn PartyZone verður í kvöld á X-inu 977 og verður spilað mikið af nýju efni sem hefur verið að koma út undanfarið. Black Madonna,(nýlega kjörin kvennplötusnúður ársins 2016), Prins Thomas, Josh Wink, Kink,Tiefschwarz, Detroit Swindle og Omar S fá að hljóma í þættinum svo fátt sé nefnt.

Múmía kvöldsins verður á sínum stað en það er Topplag PartyZone listans fyrir 25 árum síðan. Farið verður yfir djamm kvöldsins og auðvitað haldið áfram að kynda upp mannskapinn fyrir stærsta PZ þátt hvers árs, árslistann sem verður útvarpað 21.janúar næstkomandi.

party-2

Plötusnúður kvöldsins mun eiga síðari klukkutímann, en það er enginn annar er FatBoy Slim (aka Norman Cook), en hann mun koma fram á Sónar Reykjavík í næsta mánuði. Það eru örugglega margir forvitnir að vita hvað hann er að gera tónlistarlega séð þegar hann kemur fram. Settið sem umræðir er upptaka frá því í desember þegar hann kom fram í O2 Höllinni í London fyrir framan tugþúsundir.

Stillið á Dansþátt þjóðarinnar á laugardagskvöldið.

Hér fyrir neðan má hlýða á hinn magnaða áramótaþátt!

https://www.mixcloud.com/PartyZone95/áramótaþáttur-party-zone

Skrifaðu ummæli