Farsælasti Techno tónlistarmaður Kólumbíu kemur fram á Húrra

0

Gotshell.

Næstkomandi laugardagskvöld kemur fram einn farsælasti Techno tónlistarmaður Colombiu á skemmtistaðnum Húrra á sérstöku X/OZ label kvöldi. Hann ber nafnið Gotshell en ásamt honum koma fram Exos og Ohm.

Gotshell er rísandi stjarna í Techno heiminum en hann hefur komið víða við. Hann hefur gefið út á plötuútgáfum eins og Synewave og Missile Records sem voru sterkustu „acid techno“ útgáfurnar á gullaldartímabili Technosins á níundaráratugunum. James Ruskin, eigandi Blueprint Records bað Gotshell sérstaklega um útgáfu og Carl Cox gaf út plötu með Gotshell þar sem hann kom undir nafninu Alessan Main sem dulnefnið hans sem hann notar fyrir mýkri útgáfur.

Exoz.

Undir Alessan Main kom líka út plata á útgáfu hjá einum af guðfeðrum Technosins, Kevin Saunderson. Útgáfumál hjá Gotshell lofa góðu fyrir sumarið en hann er með lag á safnútgáfum hjá Cleric, Marcel Fengler og svo heila pötu á Mord Records sem er eitt allra vinsælasta Techno labelið í dag. Exos og Gotshell eru svo með nýja plötu saman á X/OZ en hún kemur út í Ágúst.

Miðaslan er á tix.is og kostar 1.000 kr í forsölu.

Skrifaðu ummæli