FARIÐ Á BAKVIÐ TJÖLDIN Í ELDFJALLAMYNDBANDINU MEÐ KALEO

0

kaleo mynd 2

Flestir hafa séð myndbandið með hljómsveitinni Kaleo þar sem sveitin er stödd inn í eldfjalli við lagið „Way Down We Go.“ Myndbandið er virkilega flott og hefur það vakið mjög mikla athygli hér á klakanum og erlendis. Fyrir stuttu var byrt svokallað bakvið tjöldin (behind the scenes) myndband þar sem sést hvað var í gangi á tökustað en mikil vinna fór í myndbandið.

KALEO

Arnar Guðjónsson sem flestir tengja við hljómsveitina Leaves og hans menn hjá Aeronaut Studios sáu um hljóðupptökurnar og voru þeir á staðnum í um tíu klukkutíma.

„þetta var alveg svakalegt session. Ég stillti upptökugræjunum upp ofan á steinum þarna og svo vorum við ofan í hellinum í um tíu tíma minnir mig.“ – Arnar.

Virkilega skemmtilegt myndband hér á ferðinni.

Comments are closed.