FANN TAKTINN Á SOUNDCLOUD OG HAFÐI SAMBAND VIÐ HÖFUNDINN

0

Tónlistarmaðurinn Eyvindur Steinmars eða Kaos eins og hann kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Mín Megin.“ Eyvindur fann taktinn á vefsíðunni Soundcloud og hafði strax samband við höfund taktsins og spurði hvort hann mætti nota hann!

„Þegar ég fór að skrifa textann við taktinn þá kom viðlagið eiginlega strax, ég held meira að segja að ég hafi aldrei skrifað það niður!“ – Kaos

Kappinn lagði mikið í lagið en miklar vangaveltur fóru í það hvort hann ætti að mixa lagið sjálfur eða fá einhvern annan til þess.

„Ég ákvað bara að gera það sjálfur og gefa það út eins og það er og ég er hrikalega sáttur með útkomuna!“ – Kaos

Skrifaðu ummæli