FALK OG PLÚTÓ KYNNA PERC (UK), FRANK HONEST, TANDRI/NÆRVERA Á PALOMA 8. OKTÓBER

0

Laugardaginn 8. október munu FALK útgáfa og tónleikahaldari – ásamt DJ hópnum PLÚTÓ, flytja inn Perc frá Englandi að trylla líðinn með hörðum techno tónum á Palóma Bar. Þetta er í fyrsta skipti sem PERC kemur hingað til lands en hann mun þeyta skífum í tveimur klukkustunda DJ setti á Klúbbakvöldi í boði FALK og PLÚTÓ.

PERC er hliðarsjálf breska tónlistarmannsins Ali Wells sem hefur síðast liðinn áratug unnið sér virðingar sem eitt stærsta nafnið sem bæði plötusnúður í Techno geiranum í Bretlandi og víðar í Evrópu.

Sem plötusnúður eru aðalsmerki hans intensív DJ set þar sem hann blandar saman tilraunakenndri techno tónlist við noise tónlist og industrial landslög sem hafa gengið vel í danslíðinn á öllum helstu klúbbum Evrópu á borð við Berghain, Fabric, Ministry of Sound og danstónlistar hátíðar kanónum eins og Awakenings, Mayday, Unsound, 10 Days Off og mörgum fleiri.

perc-postr-vinnsl-adal-3-jpeg

Sem pródúser hefur hann framleitt einhver af hörðustu og framsæknustu teknó slagara greinarinnar. Hann hefur gefið út hjá merkis útgáfum eins og Kompakt, Drumcode og CLR en fór svo eigin leiðir og stofnaði sína eigin útgáfu Perctrax til að gefa út sinn eigin stíl. Árið 2011 kom út frumraun hans í þeim æfingum í formi LP plötunar Wicker and Steel hvar hann, líkt og í plötusnúðasettum sínum, blandar saman dúndrandi teknó töktum við vélrænu og óhljóð. Síðan þá hefur hann gefið út mígrút stuttskífa sem og nokkrar LP plötur í fullri lengd bæði einn og í félagi með öðrum líkt þenkjandi snillingum eins og Einstürzende Neubauten, Truss og Randomer bæði í samstarfi sem og hann hefur gert remix fyrir DJ hell, Trentemøller, Factory Floor, Tim Burgess frá hljómsveitinni The Charlatans, og Daniel Avery.

Það verður því sannkölluð Berghain stemming á Palóma næstkomandi laugardagskvöld. PERG til halds, trausts og upphitunar munu FRANK HONEST/ Nicholas O’Keefe – sem er af mörgum talinn einn vanmetnasti teknó snúður landsins – en kvöldið verður opna með B2B setti frá TANDRI og NÆRVERU.

Þessi uppákoma er skipulögð af músík og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill) og DJ hópnum PLÚTÓ. FALK hefur verið starfrækt síðan 2007 og hefur verið listasmiðja fyrir íslenska raftónlist og tilraunartónlist og hefur staðið fyrir útgáfu frá meðal annars AMFJ, KRAKKBOT, AUXPAN, ULTRAORHODOX. FALK hefur einnig staðið fyrir og skipulagt tónleika og boðið heim erlendum raf-og tilraunatónlistarmönnum til að halda tónleika á Íslandi og þar má nefna PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR og CONTAINER. Árið 2016 hefur verið sérstaklega annasamt hjá FALK en þeir hafa nú þegar gefið út íslenska artista á borð við Heidatrubador, Harry Knuckles, K.Fenrir ásamt skosku dark ambient meisturunum Okishima Island Tourist Association sem og fengið hingað heim listamenn eins og Agatha (UK), Opal Tapes (UK/USA) (einnig í samstarfi með Plútó), Radiator Greys (USA) og Shapednoise (IT).

PLÚTÓ er hópur af íslenskum plötusnúðum sem eru staðsettir í Reykjavík og innan hópsins eru einir bestu plötusnúðar landsins í dansmúsík. Þeir risu úr ösku drum and bass/dubstep klúbbkvölda Breakbeat.is, ásamt Fótófimí (Juke/Footwork) og Lagtíðni (Bass, Grime) og eru með góða yfirsýn yfir nútíma dans-og raftónlist. Þeir eru með eigin útvarpsþátt á FM Xtra á laugardögum mill 19 og 21 ásamt því að vera reglulega með uppákomur á Paloma.

Comments are closed.