FALK OG BRESKA ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ OPAL TAPES GERA ALLT BRJÁLAÐ Á PALOMA 16. APRÍL

0

OPAL TAPES

Laugardaginn 16. apríl munu leiða saman hesta sína FALK plötuútgáfa og PLÚTÓ DJ. Þessi samsuða gefur fyrirheit um stútfullt kvöld af því besta sem völ er á í taktfastri raftónlist, allt í boði breska útgáfufyrirtækisins Opal Tapes.

Electronic Beats tímaritið lýsti Opal Tapes sem einu besta snælduútgáfufyrirtæki í Evrópu árið 2015. Útgáfunni hefur á þeim fimm árum sem hún hefur starfað, tekist að skipa sér töluverða sérstöðu á sviði raftónlistar og fella þá múra sem aðskilja hefðbundna og framsækna raftónlist.

falk l

Báðar hæðir Paloma bar verða lagðar undir þennan einstaka viðburð, þar sem fjórir listamenn á mála hjá Opal Tapes munu flytja lifandi tónlist. Það eru þau J.Albert og Patricia frá Bandaríkjunum og Basic house og Manse frá Bretlandi. Auk þeirra mun rjóminn af því besta sem finnst í heimi íslenskra plötusnúða, Gunnar Ewok, Frank Honest, Tandri og Nærvera, þeyta skífum.

J Albert

J. Albert

Albert, einnig þekktur sem Jiovanni Nadal, býr í New York og er stofnandi Exotic Dance Records og rísandi stjarna í músiksenu New York borgar. Á fyrstu plötu hans, Untitled, sem gefin var út af Black Opal, sem er vínilútgáfa Opal Tapes, sem og á öðrum plötum sem hafa verið gefnar út undir Ital´s Lovers Rock Label, blandar hann hárbeittum dirty house töktum, þokukenndri fagurfræði og orkumiklum sýnum. Þið megið eiga von á ástleitnum áherslum frá þessum manni.

Patricia

Patricia er listamannsnafn Max Ravitz, sem er plötuframleiðandi frá New York og hefur getið sér gott orð á Austurströndinni eftir tvær útgáfur með Opal Tapes. Body Issue kom út 2013 og Bem Inventory kom út 2015. Sándinu hans er lýst sem Funk analogue og dimmt ambient tape lo-fi shenigans, og hann sker sig greinilega úr hópi þeirra sem gera dirty techno/house tónlist. Hann á eftir að setja Paloma á haus með draugalegum neðansjávar tölvutónum.

Basic House

Faðirinn! Basic House er yfirmaður og eigandi OPAL TAPES: Stephen Bishop frá Newcastle. Tónlistin hans tætir sálina innanfrá þar sem að hann sýður saman í rífandi tónlistarsúpu; noise, teknóbrot, ómanneskjulega takta og rafhljóð. Auk þess að gefa út tónlist á Opal Tapes, þá hefur hann einnig gert tónlist fyrir Alter Label og Digitalis recordings. Mætið snemma til að sjá þennan óguðlega plötuframleiðanda í essinu sínu.

manse

Manse

Joe Bush er framleiðandi frá London og sérhæfir sig í ýmsum teknóafbrigðum. Fyrsta útgáfa hans Lying in Wait á Opal Tapes og kom út 2013 og í framhaldi gaf hann út seríu af 12” plötum með Lobseter Theremin sem er í dag besta teknó útgáfufyrirtækið í Bretlandi. Hann sýður saman industrial rattle og uppblásnum bassa og left-field sándi. Það er áreiðanlegt að timbrið á  Paloma mun svigna undan þunganum.

Comments are closed.