FALK KYNNIR – THE CHILDREN OF THE SUN EASTER SERVICE MEÐ GRUMBLING FUR OG SIN FANG

0

grumbling fur_08


Miðvikudaginn 1. April mun FALK standa fyrir sérstökum Páskatónleikum á Húrra með bresku  draumkenndu pop-folk hljómsveitinni GRUMBLING FUR. Þetta eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi og mun SIN FANG hita upp.

GF5

Grumbling Fur samanstendur af tvíeykinu Alexander Tucker og Daniel O’Sullivan sem hafa verið lengir vinir og samstarfsmenn og eru reynsluboltar í bresku neðanjarðar tilraunatónlistar senu Bretlands. O’Sullivan er einnig meðlimur tilraunar rokk grúppunnar Guapo, Ulver, and Æthenor, ásamt því að vera í samstarfi með Sunn O))). Tucker er virtur sólólistamaður sem hefur gefið út gæðamiklar og draumkenndar útgáfur af þjóðlagatónlist með ATP Records og Thrill Jockey.

GF1

Tvíeykið kom fyrst saman sem GRUMBLING FUR árið 2011 þegar þeir gáfu út “Furrier” sem er óformlegt safn af þjóðkenndalegum og draumkenndum krautrock blöndum. Eftir útgáfuna á “Alice” smáplötunni árið 2012 sem að Latitudes gaf út, gáfu þeir út þeirra aðra plötu árið 2013 sem bar nafnið “Glynnestra”. Á plötunni má heyra hvernig tónlistin hefur þróast í heillandi blöndu af electronic avant-pop og draumkenndri þjóðlagatónlist,  umvafin enskri rómantík og dularfullri frásögn. “Glynnestra” fékk mjög góða dóma frá tónlistartímaritum og The Quietus útnefndi útgáfuna sem plötu ársins 2013.

Þeir fylgdu eftir þessarri velgengni árið 2014 með þeirra þriðju plötu; “Preternaturals” sem var gerði í samstarfi með tónlistarmönnum eins og Tim Burgess í The Charlatans. Platan er einstakt dæmi um yfirnáttúrulega en náttúrupopp og raftónlistarblöndu með ljóðrænum tilvísunum Genesis P-Orridge frá hljómsveitum Throbbing Gristle og myndina Evil Dead. Þessi blanda af yfirnáttúrulegu, heiðnu og skrýtnu sándum kom plötunni á lista yfir bestu plötu ársins hjá helstu tónlistarblöðumnum eins og t.d. The Quietus, Q Magazine, Mojo, The Wire, The 405, Line Of Best Fit og New Yorker Magazine.

GF2

Íslenski Poppmeistarinn SIN FANG (aka Sindri Már Sigfússon), hefur náð einstakri stjórn á raftónlist og lo-fi pop næmni sem má heyra skýrt á lögum eins og “Flowers” og Summer Echoes” og er því tilvalið að SIN FANG hiti upp fyrir Grumbling Fur.

FALK (Fuck Art Let’s Kill) hefur staðið fyrir uppákomum og listviðburðum í bland við stöku útgáfu á tilraunakenndri raftónlist og myndlist síðan 2008 og eru viðburðir á borð við þennan liður í því starfi félagsskaparins að kynna fyrir landanum áhugaverða og ferska strauma í jaðartónlist. FALK meðlimurinn, Bob Cluness, segir: “Þetta mun verða rosarlegur viðburður”, og bætir við; Grumbling Fur eru heitastir í neðanjarðarsenunni í Bretlandi um þessar mundir og það er mikil heiður að fá þá til að hreppa íslendinga í tónlistarálögur sínar hér á landi. Og með Sin Fang til stuðnings þá verður þetta uppþotsstemmning á mörgum sviðum. Komið og úthellið lífsvökva með okkur hinum…”

 

Details

Hverjir: Grumbling Fur + Sin Fang

Hvenæar: Miðvikudagur 1st April

Hvar: Húrra

Kostar: 2.500kr

Comments are closed.