FALK KYNNIR – THE APPLICATION OF DESTRUCTION: CONTAINER Í REYKJAVÍK

0

containerrr

Þriðjudaginn 1. september næst komandi mun FALK hópurinn blása til tekknó veislu í kjallara Paloma. Aðal númer kvöldsins er CONTAINER sem er upprennandi tekknó stjarna frá Bandaríkjunum. Þetta verða fyrstu tónleikarnir hans í 8 vikna tónleikaferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötuna “LP”. Um upphitun sjá The Hidden People og ULTRAORTHODOX.

Container live 2

Container er hliðarsjálf Ren Schofield frá Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann leikur taktdrifna en minimalíska raftónlist með miklum noise áhrifum. Hljóðheimurinn einkennist af mikið hljóðbreyttum trommusömplum, feedback loopum sem eru í senn krefjandi hljóðverk en samt dansvænir tekknó slagarar. Þessi tenging hans við noise tónlist er þó ekki úr lausu lofti gripinn því Ren hóf tónlistarferil sinn undir nafninu God Willing.

container_vinnsl_final_a

Það var svo árið 2009 sem hann uppgvötaði allt í einu minimal techno tónlist frá tíunda áratugnum og ákvað að leika sér með þetta tónlistarform. Síðan þá hefur hann gefið út 3 plötur í fullri lengd (sem allar heita LP) og tvær EP plötur hjá útgáfufélögum á borð við Spectrum Spools, Morphine, og Liberation Technologies. Það má líka til gamans segja frá remixi sem hann gerði af Four Tet smellinum Kool FM sem kom út á Spectrum Spools í júní síðast liðin. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér er um að ræða spennandi nýja tónlistarstefnu sem Container er í framvarðasveit fyrir. Þessi samblanda af techno og noise tónlist er umtöluð sem eitt af því nýjasta að gerast í raftónlistarheimum í dag.

cont_vinnsl_final_2

Upphitun kvöldsins er svo ekki af verri endanum. Þar ber fyrst að nefna  ULTRAORTHODOX eða Arnar Már Ólafsson sem nýverið hefur vakið athygli fyrir frumraun sína, Vital Organs, sem FALK gaf út í júní sem fékk meðal annars frábæra dóma í vefritinu The Quietus sem kallaði útgáfuna “incredible debut”. Hitt upphitunaratriðið er svo í höndum Kára Guðmundssonar og Sigga Jack undir nafningu The Hidden People. En þeir hafa báðir verið viðloðandi dans senuna undir ýmsum nöfnum en vinna nú saman að framleiðslu harðra techno takta.

bt-container-live

Tónleikarnir eru skipulagðir af FALK hópnum (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2008 unnið ötult starf fyrir áhugafólk um tilraunakennda tónlist. “við erum súperspenntir að fá þennan listamann hingað upp”, segir Baldur Björnsson FALKlimur og KRAKKKBOT. “Ren er að verða þekktur fyrir byggja upp brjálaða stemmingu á dansgólfinu og er nýjasta afurð hans ein af útgáfum ársins. Það verður rennandi sveittur stemmari á Paloma þetta kvöld. Algjört dúndur”

Hvað, hvenær, hvar, hve mikið

Container + The Hidden People + ULTRAORTHODOX (FB Link)

Þriðjudaginn 1. september

Paloma Bar – kjallari

Aðgangseyrir 1500 ISK

www.falkworld.bandcamp.com

 

Comments are closed.