FALK KYNNIR SHAPEDNOISE ÁSAMT ULTRAORTHODOX OG AMFJ Á HÚRRA 7. SEPTEMBER

0

Shapednoise_R.Cleal_highres-2 2

Miðvikudaginn 7. September mun FALK standa fyrir tónleikum með ítalska raftónlistarmanninum og pródúser SHAPEDNOISE. Þetta verða fyrstu tónleikar hans á íslandi og munu ULTRAORTHODOX og AMFJ hita upp.

SHAPEDNOISE  er listamannanafn Nino Pedone sem býr að staðaldri í Berlín. SHAPEDNOISE startaði árið 2013 og gaf þá út kasettu í takmörkuðu upplagi með Hospital Productions sem er útgáfufyrirtæki í eigu Dominik Fernow, einnig þekktur sem Prurient/Vatican Shadow.  Stuttu síðar gaf hann út hið óvæga verk Until Human Voices Wake Us með Opal Tapes og fór þar með inn á nýjar brautir.

Á lokakvöldi tónlistahátíðarinna CTM í Berlín sem var skipulagt af RBMA, kom hann fram með bassa-díkonstruktúrunum Mumdance og Logos, (frá London) í verkinu „The Sprawl”. SHAPEDNOISE hefur unnið samvinnuverkefni meðal annars með Justin K Broadrick, Black Rain, og AnD og er þessa dagana að sameina krafta sína með Demdike Stare´s Miles Whittaker undir viðurnefninu Boccone Duro.

Fyrir utan að pródúsera er SHAPEDNOISE geðveikur plötusnúður og sem plötusnúður sýnir hann arfleið sína sem er upprunin frá hinu miskunarlausu sándi frá ólöglegu Evrópsku reifsenunni og róttæku jaðarsenu danstónlistar.  Settin hans ráfa inn í taktfasta teknó og hardcore samfellu (Acid/Teknó/Detroit Electro/Junge/Grime/ Idm/Hardcore) í bland við noise og abstrakt til að messa upp hljóðinu. Þó svo að segja megi að hann noti hljóðblöndunarsettið á óvenjulegan tilraunarsaman hátt þá vanrækir SHAPEDNOISE aldrei dansgólfið.

Ásamt Ascion og D. Carbone, startaði SHAPEDNOISE REPITCH Recordings (2013). Í framhaldi af því startaði hann ásamt fyrrnefndum nýrri plötuútgáfu Cosmos Rhythmatic, sem einbeindi sér að sjálfsprottinni abstract og noise hlið REPITCH. Cosmo Rhythmatic einbeittu sér að Architectural Noise, sem kannar möguleika hljóðorkunnar og rannsakar tæknilegu og málfræðilegu hliðar tónlistar. Fljótlega sameinaðist þeim fjölbreytilegur hópur listamanna sem hafði sérstakan áhuga á að skilgreina nýjar öfgar.

Shapednoise_R.Cleal_highres-6

SHAPEDNOISE hefur haft nóg á sinni könnu árið 2016 því að hann er að undirbúa útgáfu með plötuútgáfunni Type þar sem að Roly Porter og Rabit koma fram sem gestir.

Einnig hefur hann gefið til kynna að í framtíðinni sé hann að fara í samstarf með úrvali af Bass og Done forvígismönnum.

ULTRAORTHODOX, a.k.a. Arnar Már Ólafsson sem er einn helsti framúrstefnu raftónlistarmaður íslands, mun hita upp fyrir SHAPEDNOISE. ULTRAORTHODOX gaf út í maí síðastliðnum Alternative Histories, Vol. 1 og er að verða með þekktari raftónlistarmönnum á íslandi. AMFJ (Aðalsteinn Jörundsson) er einn af stofnendum FALK og blandan hans af raf- industrial-, og noisemúsík gera hann einstakan í raftónlistarheimi Íslands.

Tónleikarnir eru skipulagðir af músík og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill). FALK hefur verið starfrækt síðan 2008 og hefur verið listasmiðja fyrir íslenska raftónlist og tilraunartónlist og hefur staðið fyrir útgáfu frá meðal annars, AMFJ, KRAKKBOT, AUXPAN, og ULTRAORHODOX. Þetta árið hefur FALK verið einstaklega framtakssamt og hefur gefið út efni eftir HARRY KNUCKLES, K. FENRIR og HEIDATRUBADOR og voru allar útgáfurnar lofaðar af hérlendum og erlendum gagnrýnendum.  FALK hefur einnig staðið fyrir og skipulagt tónleika og boðið heim erlendum raf-og tilraunatónlistarmönnum til að halda tónleika á Íslandi og þar má nefna PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR, CONTAINER og á þessu ári OPAL TAPES, RADIATOR GREYS and AGATHA. Þennan vetur stefnir FALK á að gefa út efni frá RIMAR TRAX og ThiZone, og einnig á dagskrá eru tónleikar með PERC (UK) og DAMIEN DUBROVNIK (DK)

Sjáið viðburðinn á Facebook hér https://www.facebook.com/events/687562711384809/

Comments are closed.