HEIDATRUBADOR SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „THIRD-EYE SLIDE-SHOW“

0

heiðatrubdor 2

Þann 26. maí síðastliðinn sendi frá sér músík og listahópurinn FALK (Fuck Art Lets Kill) kunngjöra þriðju útgáfu teymisins á þessu ári. HEIDATRUBADOR sendir frá sér plötuna Third-Eyed Slide-Show. Tónlistin er gefin út á 50 kasettum auk þess sem að hægt verður að hlaða tónlistinni sem og streyma í gegnum Bandcamp síðu FALKs.

heiðatrubdor - 3rd eye slide show - album art-page-001

HEIDATRUBADOR er Heiða Eiríksdóttur. Hún hefur verið viðloðandi músíkbransann og tekið þátt í mörgum verkefnum tengdum músík og listum í hartnær 30 ár.  Hún byrjaði feril sinn í költhljómsveitunum Útúdúr og Sovkhoz en hefur síðan þá verið mjög afkastamikil og frjó í tónlistinni og var í Indípopppönkhljómsveitunum, Unun, Heiða og Heiðingjarnir, síðar í pönkbandinu DÝS og nú síðast í rafrokkbandinu HELLVAR. Auk þess hefur Heiða gefið út eigið efni á sólóútgáfum, t.d. platan Svarið árið 2000 og komið fram undir nafninu HEIDATRUBADOR.

Heiða er einnig þekktur greinahöfundur og þáttastjórnandi útvarpsþáttarins Langspils á RÁS 2 sem hefur nýútgefið íslenskt efni í brennidepli.

Í öðrum lögum notar Heiða gítarinn á ýmsum flötum og með mismunandi effektum og það er ekki fyrr en í titillaginu sem og lokalaginu sem heyra má önnur hljóð – Ljósmynd/Peter Males

Þó svo að tónlistin og vinna henni tengd sé Heiðu mjög eðlislæg þá fór hún mjög svo útfyrir þægindarammann við gerð þessarrar plötu. Upphaf útgáfunnar má rekja til ársins 2013 en þá tók hún upp persónuleg og innileg lög þegar hún fékk æfingahúsnæðið út fyrir sig yfir jólatímann. Hún var að vinna að annarri útgáfu árið 2015 í Berlín þegar hún rifjaði þessar upptökur upp og notaði þær sem grunn til að vinna út frá.

“Þegar ég var ein í Berlín síðasta sumar að taka upp hefðbundna sólóplötu (sem er langt komin í hljóðblöndun), þá var ég með einhverja aukaorku og langaði að prófa mig áfram með eitthvað annað. Suma daga vaknaði ég og langaði ekki að gera þessa hefðbundnu tónlist þannig að ég tók upp fleiri tilraunir.”  – Heiða

Með því að vinna að tveimur mismunandi plötum í einu sem höfðu mismunandi sánd, þá komst hún að því að hún gæti sameinað þessa tvo ólíku póla.

“Þetta var fullkomin blanda, því ég náði að koma þessarri brjáluðu orku frá mér og eftir var þetta mjúka og fallega til að gefa í hina plötuna. Ég var mjög ánægð þegar ég áttaði mig á því að þetta “hliðarverkefni” mitt var að vaxa í sjálfstæða plötu og þegar ég spilaði þetta fyrir vini mina í Berlín þá fékk ég jákvæð viðbrögð.” – Heiða

Third-eye Slide-Show er hrá og einföld plata og á mörgum lögunum má heyra bara rödd Heiðu og gítarhljóma. Fyrsta lagið „STP“ suðar og flöktir og lág er beisk röddin ásamt harkalegum gítarhljómum sem minna mann á Kim Gordon og Sonic Youth.

Í öðrum lögum notar Heiða gítarinn á ýmsum flötum og með mismunandi effektum og það er ekki fyrr en í titillaginu sem og lokalaginu sem heyra má önnur hljóð, elements, trommur, mjúkan bassa og slagandi hljómborð sem gefur tónlistinni þyngri blæ.  Third-Eye Slide-Show er einlæg plata og maður skynjar einangrun Heiðu sem skilar sér í að innstu hugsanir Heiðu streyma fram.

heiðatrubdor - 3rd eye slide show - album art-page-002

Third-Eye Slide-Show er gefið út af músík og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill). FALK hefur verið starfrækt síðan 2008 og hefur verið listasmiðja fyrir íslenska raftónlist og tilraunartónlist og hefur staðið fyrir útgáfu frá meðal annars AMFJ, KRAKKBOT, AUXPAN, ULTRAORHODOX.

Þetta árið hefur FALK verið einstaklega framtakssamt og hefur gefið út efni eftir HARRY KNUCKLES og K. FENRIR, og voru báðar útgáfurnar lofaðar af hérlendum og erlendum gagnrýnendum.

FALK hefur einnig staðið fyrir og skipulagt tónleika og boðið heim erlendum raf-og tilraunatónlistarmönnum til að halda tónleika á Íslandi og þar má nefna PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR, CONTAINER og á þessu ári OPAL TAPES, RADIATOR GREYS og AGATHA.

Hægt er að streyma tónlistinni á Bandcamp síðu FALKs.

Comments are closed.