FALK HÓPURINN STENDUR FYRIR HELJARINNAR TÓNLEIKUM Á DILLON NÆSTKOMANDI FIMMTUDAG

0

AGATHAphoto4

Fimmtudaginn 17. mars næstkomandi mun Falk félagsskapurinn halda tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni Agatha. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem hann spilar á Íslandi heldur einnig í fyrsta skipti sem hann spilar undir þessu nafni. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz.

Giant swan live

Giant Swan

AGATHA er nýtt einstaklings verkefni Harry Wright en hann hefur verið virkur í raftónlistarsenunni í Bristol, Bretlandi um langt skeið, meðal annars með hljómsveitinni The Naturals og með Giant Swan dúettinum sem tímaritið The Quietus hefur hampað í ræðu og riti. Sem músíkant hefur hann líka verið í samstarfi með öðrum Bristolískum tónlistarmönnum á borð við Young Echo og Vessel. Þegar Harry fannst tími kominn á að taka upp fyrstu sólóplötuna sína sem Agatha, langaði honum að fara út fyrir þægindaramman sinn og jafnvel út úr landinu.

“Það hefur lengi verið draumur minn að koma til Íslands. Ég kom hingað í frí með fjölskyldu minni og varð fyrir miklum áhrifum frá öllu þessu rými og janúar myrkrinu að þegar ég hóf Agatha verkefnið fann ég innra með mér djúpstæða þrá til að taka upp frumverkið hér í algjörri einangrun. Það kom einhvern veginn ekkert annað til greina.” – Harry Wright

Til að láta þetta verða að veruleika hafði Harry samband við Falk sem tóku honum að sjálfsögðu fagnandi og komu honum fyrir í sumarbústað við Flúðir, þar hann dvelur nú við sköpun með ekkert til truflunar nema útsýnið.

“Hingað til hefur öll reynslan verið framar öllum vonum. Falk krakkarnir hafa verið gífurlega hjálplegir, bæði með staðsetningu og tækjabúnað og eins almennan stuðning og ráðleggingar.” – Harry Wright

FALK - AGATHA concert poster

Frumraun Agatha á sviði verður svo á Dillon á fimmtudaginn. Þar mun hann spila afrakstur einverunnar. Honum til halds og trausts eru svo tvö stór nöfn úr neðanjarðarsenu Reykjavíkur, þeir Amfj með-stofnandi Falk hópsins og Nicolas Kunysz með-stofnandi Lady Boy Records. Þessir tónleikar eru skipulagðir af íslenska tónlistar og listahópnum Falk (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2007 staðið fyrir mígrút ágengra list og tónlistarviðburða og útgáfu listamanna á borð við Amfj, Krakkkbot, Auxpan, Oberdada, Von, Brutal, Ultraorthodox, Harry Knuckles og K. Fenrir sem og flutt inn tónlistarmenn eins og Pye Corner Audio, Hacker Farm, Grumbling Fur og Container.

Comments are closed.