FAGNA ÚTGÁFU MONO & BRIGHT OG MYNDBAND VÆNTANLEGT

0

omo-3

Mikið er um að vera hjá hljómsveitinni Omotrack en hún var að senda frá sér plötuna „Mono & Bright.“ Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir skipa sveitina en drengirnir ólust upp í Eþíópíu og ber tónlistin keim af því.

omo

Í kvöld ætlar sveitin að tjalda öllu til og blása til heljarinnar útgáfutónleika í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Platan verður flutt í heild sinni en drengirnir verða ekki einir á sviðinu heldur verður Brass sveit þeim til halds og trausts. Gunnar Kristinn Óskarsson – Trompet, Gríma Katrín Ólafsdóttir – Trompet, Steinn Völundur Halldórsson – Básúna og Svavar Hrafn Ágústsson – Saxófónn.

omo2

Á næstu dögum kemur út tónlistarmyndband frá sveitinni en það er Árni Beinteinn sem sá um upptökur og klippingu, við fylgjumst vel með því!

Tónleikarnir byrja stundvíslega kl 21:00 en það er tónlistarkonan Elín Sif sem sér um að koma mannskapnum í gírinn. Miðaverð er 1.800 kr og er selt við innganginn.

Skrifaðu ummæli