FACES OF THE WALLS SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

WALLS 2

Hljómsveitin Faces Of The Walls sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu og er hún samnefnd sveitinni. Faces Of The Walls spila suddalegt töffara rokk og ról og á vel við myrkrið sem sækir á landsmenn um þessar mundir.

WALLS

Breki Gunnarsson er aðal maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann semur öll lögin á plötunni og spilar á öll hljóðfærin nema bassa, Hálfdán Árnason sér um plokkið á honum. Platan var tekin upp í Neptunus Studio og í Greenhouse Studios en það var Halldór Á. Björnsson sem stjórnaði upptökum.

walls 4

„Það verða fleiri með mér á tónleikum en ég spila á gítar og syng, Hálfdán Árnason spilar á bassa, Ívar atli spilar á gítar og mjög sennilega Frosti Jón Runólfsson spilar á trommur.“  – Breki Gunnarsson

Platan er einungis gefin út í hundrað og fimmtíu eintökum og fæst hún í Lucky Records, Smekkleysu og 12. Tónum.

Comments are closed.