FACES OF THE WALLS HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á GAUKNUM 20. FEBRÚAR

0

bREKI gUNNARSSON

Hljómsveitin Faces Of The Walls gáfu út sína fyrstu breiðskífu fyrir stuttu og blæs því sveitin til útgáfutónleika á Gauknum annað kvöld. Platan hefur fengið frábærar viðtökur enda mikill gæðagripur þarna á ferðinni. Rokk, sólgleraugu og töffaraskapur er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar plötunni er skellt á fóninn.

Breki Gunnarsson er aðal maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann semur öll lögin á plötunni og spilar á öll hljóðfærin nema bassa, Hálfdán Árnason sér um plokkið á honum. Platan var tekin upp í Neptunus Studio og í Greenhouse Studios en það var Halldór Á. Björnsson sem stjórnaði upptökum. Platan er einungis gefin út í hundrað og fimmtíu eintökum og fæst hún í Lucky Records, Smekkleysu og 12. Tónum.

faces

Upphitunaratriðin eru sko ekki af verri endanum en það eru Harry Knuckles og Pink Street Boys sem sjá um að koma mannskapnum í rétta gírinn.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22:00 og kostar litlar 1.500 kr inn.

Comments are closed.