FÁ BÖND KOMAST MEÐ TÆRNAR ÞAR SEM NASHVILLE PUSSY ERU MEÐ HÆLANA

0

Heljarinnar tónleikar fara fram á Gauknum laugardaginn 14. Október næstkomandi þegar sveitirnar Nashville Pussy og Brain Police troða upp!

Fá bönd komast með tærnar þar sem Nashville Pussy eru með hælana en Þau hafa komið víða við og eru sérfræðingar í vagg og veltu. Nashville Pussy voru mest áberandi á níunda og tíunda áratugnum og voru tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir lagið “Fried Chicken And Coffe” árið 1999. Einnig var Ruyter Suys valin ein af bestu gítarleikurum heims samkvæmt Elle tísku tímaritinu.

Bandið gefur ennþá út plötur og túrar um allann heim. Þetta eru dugnaðarforkar sem eru ekki með neitt kjaftæði bara hnefan fullann af harðsvíruðu rokki. Þau ætla að rífa þakið af Gauknum ásamt stóner rokk kóngunum í Brain Police þann 14.Október. Það má ekki nokkur manneskja sem er rokk og ról unnandi láta þennan rosalega viðburð framhjá sér fara.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22:00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. Engin forsala og eingöngu selt við hurð.

Nashvillepussy.com

Skrifaðu ummæli