Eyþór Ingi syngur inn jólin: Nýtt lag og tónleikar um landið

0

Á dögunum var tekinn upp lifandi flutningur á glænýju jólalagi eftir Gunnar Þórðarson og Braga Valdimars en það er stórsöngvarinn Eyþór Ingi sem flytur lagið ásamt dásemdar sönghóp og strengjakvartett! Lagið ber heitið „Færðu mér jólin þín” og ætti það svo sannarlega að koma öllum í jólagírinn!

Kjartan Valdimarsson útsetti lagið og er það ótrúlega vel heppnað og fallegt en Kjartann spilaði einnig á piano og Valdimar Olgeirsson spilaði á kontrabassa. Stefan Örn í stúdíó Bambus sat við takkaborðið og hljóðritaði. Eiríkur Þór Hafdal myndaði og skellti í þetta glæsilega myndband. „Færðu mér jólin þín” kemur út á Spotify á morgun föstudaginn 30. nóvember.

Lagið verður einnig flutt ásamt kórum úr heimabygð á ferðalagi Eyþórs um landið nú í desember. Hægt er að nálgast miða tónleikana hans á Miði.is

Skrifaðu ummæli