EYÐILEGGINGIN SEM VERÐUR ÞEGAR MAÐUR TEKUR EKKI ÁBYRGÐ Á SJÁLFUM SÉR

0

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Þórðarson sendi í gær frá sér myndband við lagið „Hollow.” Lagið er við fyrstu smáskífuna af EP-Plötunni Deliria sem er væntanleg á næstunni.

Deliria er fyrsta plata Bjartmars, dimm, rafmögnuð poppplata þar sem synthisizerar frá 8. og 9. áratugnum koma mikið við sögu. Hann semur öll lög og texta plötunnar sjálfur en Magnús Leifur Sveinsson hjá Aldingarðinum fremur svo pródúsjóngaldur á efninu. Áhrifavaldar á plötunni eru meðal annars Goblin, Bowie og Portishead.

Hollow er dramatísk elektróballaða sem fjallar um eyðilegginguna sem getur orðið þegar maður tekur ekki ábyrgð á sjálfum sér og hegðun sinni. Þetta á við um sambönd við annað fólk, vini, fjölskyldu og ástina.

Tónlist Bjartmars og fréttir af frekara ítarefni, remix, textar, myndbönd og fleira er fáanlegt í gegnum Facebook, Youtube og Soundcloud undir nafninu BjartmarMusic. Einnig er Hollow fáanlegt á Spotify og tonlist.is

Skrifaðu ummæli