EXTREME CHILL & XJAZZ PRESENTS: BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL 2015

0

exf&xjazz p1


Árið 2009 hélt Stereo Hypnosis útgáfu tónleika sína á Hellisandi á Snæfellsnesi. Það var þá sem það var ákveðið að halda Extreme Chill festival undir jökli . Fyrsta hátíðin var haldin 6 – 8. ágúst árið 2010.

Það er mjög góð og sérstök stemmning sem myndast á hátíðinni því umhverfið er algjörlega magnað, með sjóinn á hægri hönd og Snæfellsjökul á vinstri hönd.

Listamenn eins og Biosphere, Mixmaster Morris, Solar Fields, Samaris, Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Yagya, Reptilicus, Inferno 5, Hans-Joachim Roedelius, Thomas Fehlmann, Ruxpin, Futuregrapher og fleiri hafa spilað á hátíðinni á Íslandi og í Berlín.

Árið 2014 fór Extreme Chill Festival í samstarf við XJAZZ hátíðina í Berlín og fór þá sú hugmynd af stað að hefja samstarf á milli Íslensku tónlistarsenunnar og tónlistarsenunnar í Berlín.

 

Berlin X Reykjavík Festival – Reykjavík 26 – 28 Febrúar og Berlín 5 – 7 Mars.

 

Hátíðin í Reykjavík verður haldin á Kex Hostel og á Húrra dagana 26 – 28 Febrúar.

það verða um 23 hljómsveitir og tónlistarmenn sem munu troða upp í Reykjavík og Berlín.

 

Dagskráin er ekki af verra endanum en tónlistarmenn á borð við. Emiliana Torrini ásamt Ensemble X frá Berlín, Claudio Puntin, Skúli Sverrisson, Jazzanova dj´s, Christian Prommer, Studnitzky Trio & Strings, Epic Rain, Qeaux Qeaux Joans, og fleiri og fleiri…

 

Passinn á hátíðina kostar aðeins 5.900 kr alla þrjá dagana í Reykjavík og fyrir þá sem ætla líka að skella sér til Berlínar munu geta notað passann sinn þar en hátíðin í Berlín verður dagana 5 – 7 Mars á Neau Heimat.

 

26.-28. Feb 2015 // Reykjavik

at Kex & Húrra 

Emilina Torrini & Ensemble X
Claudio Puntin & Skúli Sverrisson
Studnitzky Trio & Strings
Daniel Best (Sonar Kollektiv) DJ Set
Jazzanova (DJ Set)
Christian Prommer
Qeaux Qeaux Joans
Komfortrauschen
Epic Rain
King Lucky (Lucky Records)

05.-07. Mar 2015 // Berlin

at Neue Heimat 

Emiliana Torrini & Ensemble X

Claudio Puntin & Skúli Sverrisson

Adhd
Stereo Hypnosis
Futuregrapher
Dj. Flugvél og Geimskip
Ambátt
Thiz One
Mike Hunt
Arni Vector
Jafet Melge

Ingvi dj set

Elegy For Eva Stern
Hátíðin er styrkt af WOW AIR, Iceland Music Export, FluxFM, Digital Berlin og fleirum…

 

Miðasalan byrjar mánudaginn 12. Janúar:

midi.is & xjazz.net einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

exf&xjazz p2

Comments are closed.