EXTREME CHILL SHOWCASE Á HÚRRA Í KVÖLD

0

panz
Fyrsta Extreme Chill Showcase kvöldið verður haldið á Húrra í kvöld (föstudag). Þetta kvöld er það fyrsta í röðinni eftir hátíðina á Snæfellsnesi í sumar, en hátíðin þótti heppnast með eindæmum vel þrátt fyrir óásættanlega framgöngu lögreglunnar á svæðinu gagnvart hátíðargestum.

panz 3
Hugmyndin með þessum kvöldum er að kynna fremstu og ferskustu raftónlistarmenn landsins en kvöldin munu verða haldin annanhvern mánuð.
Dagskráin á Húrra verður ekki af verri endanum en þar verða kynntir til leiks:
Stereo Hypnosis, en hljómsveitina skipa þeir listrænu feðgar Pan og Óskar Thorarensen ásamt tónskáldinu Þorkeli Atlasyni. Þeir félagar hafa verið iðnir við kolann síðustu vikur og eru nýkomnir úr vel heppnaðri tónleikaferð frá Kanada ásamt því að hafa verið uppteknir í hljóðveri sínu við upptökur á sinni sjöttu plötu sem er væntanleg á næsta ári.

panz 5
Futuregrapher (Árni Grétar) er nýbúinn að gefa út vel heppnaða plötu með Jóni Ólafssyni sem kallast „Eitt.“ Árni Grétar er einnig að vinna að nýrri sóló plötu sem er væntanleg á næsta ári.
Murya (Guðmundur Guðmundsson) gaf út skemmtilega plötu á árinu sem kallast „Heimaey“ en hún var gefin út af útgáfufyrirtækinu Touched en fyrirtækið gaf einnig út plötu Murya „Triplicity“ sem kom út í ágúst í fyrra.
Árni Vector, hefur verið lengi í bransanum, gaf út og vann mikið með Thule klíkunni á níunda áratugnum. Beatmakin Troopa mun einnig stíga á stokk ásamt modular brjálæðingnum Mike Hunt.
Beatmakin Troopa, eða Pan Thorarensen hefur verið einn af fremstu chill-out produsentum okkar Íslendinga til margra ára og mun hann töfra fram ljúfa tóna eins og honum einum er lagið.

panz 2
Video og vizual verður í höndum Guðmanns Þórs Bjargmundssonar. Mummi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið í íslenskri kvikmyndagerð til margra ára og verið stór partur af Extreme Chill fjölskyldunni.
Húsið opnar kl. 20.00 og kostar aðeins 1.000 kr inn.
Ekki láta þetta framhjá ykkur fara!

Dagskráin:

20.00 – 21.30 – Beatmakin Troopa & Árni Vector (Dj Set)
21.40 – 22.20 – Murya (Live)
22.30 – 23.10 – Stereo Hypnosis (Live)
23.20 – 00.00 – Futuregrapher (Live)
00.10 – 00.50 – Mike Hunt (Live)

 

Comments are closed.