EXTREME CHILL OG MÖLLER RECORDS LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Á HÚRRA Í KVÖLD

0

arni-g

Það verður mikið um að vera á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en þar koma fram margir af helstu raftónlistarmönnum Íslands. Extreme Chill og Möller Records leiða saman hesta sína á þessu frábæra kvöldi og er dagskráin sko alls ekki af verri endanum.

moller

Hatti Vatti, Beatmakin Troopa, Futuregrapher, Jafet Melge, Einar Indra og Bistro Boy munu framleiða seiðandi og taktfasta tóna eins og þeim einum er lagið!

Herlegheitin byrja kl 20:00 og kostar aðeins 1.500 kr inn. Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli