EXTREME CHILL FESTIVAL UNDIR JÖKLI 2015

0

5c

Extreme Chill Festival Undir Jökli er tónlistarhátíð sem flestir tónlistaráhugamenn ættu að þekkja en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2010. Raftónlist einkennir hátíðina en sú tónlistarstefna á langa sögu á Íslandi þó það hafi ekki alltaf farið mikið fyrir henni.

Það ríkir mikil fjölskyldustemning innan raftónlistarsenunnar á Íslandi og er Extreme Chill hátíðin þar engin undantekning. Allir vinir, út í náttúrunni að hlusta á frábæra tóna, getur ekki klikkað!

Það hafa frábærir listamenn komið fram á hátíðinni í gegnum árin, innlendir og erlendir og má þar t.d. nefna: Biogen, Skurken, Stereo Hypnosis, Mixmaster Morris (The Irresistible Force) og Biosphere svo fátt sé nefnt.

Þegar ég var sautján ára unglingur uppi á háalofti í vesturbæ Reykjavíkur að hlusta á Mixmaster Morris (The Irresistible Force) og Biospehere hefði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að bera þessi goð augum og hvað þá á Íslandi. Steinar Fjeldsted / Albumm.is

Albumm.is náði tali af Pan Thorarensen en hann er ein aðal sprautan á bakvið Extreme Chill Festival. Pan er einnig tónlistarmaður en hann hefur verið að gera tónlist um árabil undir nafninu Beatmakin Troopa og Stereo Hypnosis en faðir hans er einnig í þeirri hljómsveit. Mikill snillingur hér á ferð og það ætti enginn sannur tónlistarunnandi láta þessa hátíð framhjá sér fara. þetta er ein flottasta tónlistarhátíð okkar Íslendinga og þó víðar væri leitað!

Hvenær var fyrsta Extreme Chill Festival Undir Jökli haldið og hvernig kom það til að þú fórst af stað með það?

Fyrsta hátíðin var haldin árið 2010. Við feðgar vorum í upptökum á hellissandi á plötunni okkar Hypnogogia og rákumst við fljölskyldan á þetta fallega félagsheimili Röst og kveiknaði sú hugmynd að halda útgáfutónleikana þar og þeir gengu vonum framar. Andrúmsloftið og umhverfið var svo stórfenglegt og hvað þá með tónlistinni að við ákváðum að gera meira úr þessu og ári seinna var fyrsta hátíðin haldin Undir Jökli haldin.

Hér er hægt að hlusta á þessa sögulegu plötu Hypnogogia: 

 

1C
Stereo Hypnosis (feðgar Pan Thorarensen & Óskar Thorarensen) að gera sig tilbúna fyrir útgáfutónleika sína á Röst á Hellissandi í ágúst 2009. Ári síðar var fyrsta Extreme Chill Festival – Undir Jökli haldin.

 

Nú hefur þetta fengið gríðarlega góðar viðtökur og fer ört stækkandi var það eitthvað sem þú bjóst við?

Já ef ég segi sjálfur frá þá bjóst ég alveg við því. Þetta er svo einstök hátíð og ekki bara hér heima heldur um allan heim. Mikið af fólki er orðið lang þreytt á öllum þessum stóru tónlistarhátíðum og er farið meira að sækja í að finna eitthvað einstakt. Öllum finnst nátturulega best að koma heim í heiðardalinn.

2C
Extreme Chill Festival 2013 – Undir Jökli

 

Þekktir erlendir listamenn hafa spilað á hátínni eins og t.d. Biosphere og Mixmaster Morris er ekkert mál að fá þá til að spila á hátíðinni og hvernig setur maður sig í samband við þessa kappa?

Jú auðvitað er það mál og er búið að vera mikil vinna síðustu ár. Öll þessi tónleikaferðalög okkar feðga síðustu sjö árin hafa myndast gríðarleg sambönd við mikið af góðu fólki sem hafa nýst okkur vel fyrir hátíðina á snæfellsnesi.

3C
Mixmaster Morris aka. Irresistible Force – Extreme Chill Festival 2012

 

Nú er Undir Jökli ekki eina hátíðin undir merkjum Extreme Chill geturu sagt mér nánar hvað er að gerast í herbúðum ykkar?

Já það er rétt. Við erum að vinna með hátíð út í Berlín sem kallast XJAZZ en við héldum okkar fyrstu hátíð saman núna í lok febrúar í Reykjavík og svo í Berlín viku seinna. Hátíðin heitir Berlin X Reykjavík en hún er hugsuð til kynningar og vekja athygli á íslenskri tónlist í Berlín og Þýskri tónlist í Reykjavík.

4C
Berlín X Reykjavík Festival – Tónleikar Emiliana Torrini í Berlín í mars 2015. Photo by: Sevi Tsoni.

 

Hver eru framtíðarplön Extreme Chill ?

Það er sex ára afmæli Extreme Chill Festival dagana 7-9 Ágúst Undir Jökli og mæli ég með að fólk tryggi sér miða í dag eða strax á morgun inn á midi.is. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við: Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Jafet Melge, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj Flugvél og Geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson, o.fl. munu koma fram á hátíðinni

Einnig erum við að plana næstu Berlín X Reykjavík hátíð  en dagsetning á hana mun detta inn í sept/okt, svo segi ég ekki meira en eitthvað verður líka að koma á óvart…

Hátíðin í ár fer fram daganna 07. – 09.08. 2015.

„Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag“

www.extremechillfestival.com

www.facebook.com/extremechillfestival

www.vimeo.com/extremechill

www.instagram.com/extremechillfestival

 

 

 

Comments are closed.