Extreme Chill Festival hefst í dag – Fjögurra daga tónlistarveisla

0

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag 6. September og stendur hún fram á sunnudag 9. September en þetta er níunda árið sem hátíðin er haldin. Hátíðin mun eiga sér stað á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Harpa (Kaldalón), Gamla Bíó, Húrra, Fríkirkjan í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar.

Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Þarna koma saman ólíkir listamenn frá tilraunakenndum listamönnum til klassískrar listamanna. Þar má t.d nefna Jan Jelinek, Sóley, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Mixmaster Morris, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, aYia, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus, Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury) og margt fleira.

Hátíðar passinn kostar aðeins 8.900 kr fyrir alla fjóra dagana. síðustu ár hefur selst upp og komumst færri að en vildu.

Fjögurra daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík, þetta getur alls ekki klikkað!

Hægt er að nálgast miða á hátíðina á Extremechill.org


Hér fyrir neðan má sjá dagskránna í heild sinni.

Fimmtudagurinn 6. september:

Harpa Concert Hall and Conference Centre (Kaldalón)

Hurð opnar: 20.30

21.00 – 21.30 – Sillus (IS)

21.40 – 22.10 – Kenichi & The Sun (DE)

22.20 – 22.50 – Bára Gísladóttir (IS)

23.00 – 22.45 – aYia (IS)

Festival Passi / dags Passi / Miðar einnig seldir við innganginn.

Föstudagurinn 7. september:

Gamla Bíó

Hurð opnar: 19.30

19.30 – 20.45 – Futuregrapher (IS)

21.00 – 21.30 – Mankan (IS)

21.40 – 22.10 – Nicolas Kunysz (BE)

22.20 – 23.00 – Jan Jelinek (DE)

23.10 – 23.50 – Marsen Jules (DE)

Festival Passi / dags Passi / Miðar einnig seldir við innganginn.

Kaffibarinn

Enginn aðgangseyrir.

1.00 – 3.00 – Mixmaster Morris (UK)

Laugardagurinn 8. September:

Vínyl

Enginn aðgangseyrir.

15.00– 18.00 – Mixmaster Morris (UK)

Húrra

Hurð opnar: 20.00

20.30 – 21.00 – Forest Management (US)

21.10 – 21.40 – Ragnhild May (DK)

21.50 – 22.30 – Astrid Sonne (DK)

22.40 – 23.10 – Röskva (IS)

23.20 – 00.20 – Banco De Gaia (UK)

00.30 – 01.00 – Dj Flugvél og Geimskip (IS)

01.10 – 02.00 – Hermigervill (IS)

02.10 – 03.00 – Rafiðn (IS)

03.00 – 0.4.30 – Harry Knuckles (IS)

Festival Passi / dags Passi / Miðar einnig seldir við innganginn.

Sunnudagurinn 9. september:

Fríkirkjan Reykjavík

Hurð opnar: 19.30

20.00 – 20.45 – Andrew Heath & Toby Marks (UK)

21.00 – 21.45 – Studnitzky (DE)

22.00 – 22.45 – Sóley (IS)

Festival Passi / dags Passi / Miðar einnig seldir við innganginn.

Facebook viðburðinn má sjá hér

Skrifaðu ummæli