EXTREME CHILL FAGNAR SJÖ ÁRA AFMÆLI Í VÍK Í MÝRDAL

0

Stereo Hypnosis

Hinn árlegi listviðburður Extreme Chill mun halda upp á sjö ára afmæli sitt í Vík í Mýrdal dagana 2.-3.júlí næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í félagsheimilinu Leikskálum laugardaginn 2. júlí, húsið opnar kl. 20.00 og standa leikar til kl.1.00 og sunnudaginn 3. júlí í Víkurkirkju og opnar húsið kl. 13.30 og stendur hljóðmessan til kl. 16.00.

chill

Listamenn á borð við: Hans-Joachim Roedelius (Cluster, Harmonia) – Hilmar Örn Hilmarsson – Stereo Hypnosis – Jón Ólafsson – Futuregrapher – Reptilicus, o.f.l. munu troða upp Undir Jökli í Vík.

Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn aðeins 5.900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér miða tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu.

Á dögunum opnaði Extreme Chill glænýja vefsíðu sem má skoða hér.

Hægt er að kaupa miða á Miði.is.

Comments are closed.