EXOS OG NINA KRAVIZ FÓRU Á KOSTUM Á AWAKENINGS 2016

0

exos nina

Techno tónlistarmaðurinn Exos hefur verið að gera það heldur betur gott að undanförnu en um helgina kom hann fram ásamt Ninu Kraviz á einni stærstu danstónlistarhátíð heims Awakenings. Nina Kraviz þarf vart að kynna fyrir landanum en hún og Exos spiluðu svokallað back 2 back sett og ætlaði allt um koll að keyra! Nokkur þúsund manns dilluðu sér í takt við dúndrandi hrynjandann og var öll umgjörð vægast sagt stórkostleg!

exos

Hægt var að horfa á allt settið live og óhætt er að segja að það hafið verið hreint út sagt afbragð, enda ekki annað hægt þegar tvö af stærstu nöfnum techno tónlistar snúa bökum saman.

Hér fyrir neðan má sjá stutt brot frá herlegheitunum.

Comments are closed.