EXOS OG BIGGI VEIRA Á PALOMA ANNAÐ KVÖLD 23. APRÍL

0

exos

Það verður sannkallað fjör á skemmtistaðnum Paloma annað kvöld þegar tveir helstu Techno snillingar Íslands mætast, en það eru að sjálfsögðu Exos og Biggi Veira.

Exos

Exos þekkja flestir en hann hóf sinn tónlistarferil árið 1997 og hefur gefið út þrjár plötur og yfir tuttugu smáskífur hjá goðsagnakenndu plötuútgáfunni Thule Records, Mosaic og Force Inc. Undanfarið hefur Exos verið á ferðalagi með Techno drottningunni Ninu Kraviz og er því kominn í innsta hring trip útgáfunnar sem er í eigu Ninu. Hvar sem Exos kemur fram má svo sannarlega búast við miklu fjöri, svita og taktföstum bassa og annaðkvöld er engin undantekning.

Biggi Veira

Biggi Veira er flestum ef ekki öllum góðkunnur en það má segja að hann sé einn helsti raf, dans og Techno tónlistarmaður landsins og þó víðar væri leitað. Margir tengja kappann við hljómsveitina Gus Gus en hann er hjartað í þeirri sveit. Fyrir Gus Gus var hann í hljómsveitinni T-World ásamt Magga Lego og sendu þeir frá sér lög eins og „Purple“ og „Anthem“ svo sumt sé nefnt.

Kapparnir kunna svo sannarlega sitt fag og má því búast við miklu stuði annað kvöld og ætti enginn að láta þennan goðsagnakennda viðburð fram hjá sér fara!

Comments are closed.