EVE FANFEST HEFST Í HÖRPU Í DAG

0

ARN

EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hefst í dag, sumardaginn fyrsta, og fer fram í Reykjavík dagana 21.-23. apríl. Líkt og undanfarin ár fer hátíðin fram í Hörpu, auk þess sem ýmsir viðburðir henni tengdri fara fram á öðrum stöðum borgarinnar. Á hátíðinni mun CCP meðal annars kynna nýja leiki sína og verkefni á sviði sýndarveruleika. Bein útsending verður frá hátíðinni sem tugþúsundir horfa á um heim allan á hverjum degi. Forseti Íslands mun ávarpa hátíðargesti við lokaathöfn hennar.

EVE 2012-1019

Erlendir gestir EVE Fanfest hátíðarinnar eru byrjaðir að streyma til landsins og setja mark sitt á mannlífið í miðborginni. Alls er búist við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina í ár, sem eru að stærstum hluta spilarar tölvuleiksins EVE Online. Einnig sækja viðburðinn ýmsir starfsmenn afþreyingar- og tölvuleikjaiðnaðarins og rúmlega 50 blaðamenn frá mörgum stærstu leikja- og tæknimiðlum heims, ásamt viðskiptaritum og almennum fjölmiðlum á borð við Forbes og Vice. Alls er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina.

eve fan

Á opnunardegi EVE Fanfest í ár munu úrslit kosninga til hins lýðræðislega kjörna Council of Stellar Management ráðs EVE Online spilara verða kynntar, Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP mun flytja lykilfyrirlestur um framtíðaráform fyrirtækisins og nýjungar þess á sviði sýndarveruleika og Andie Nordgren þróundarstjóri EVE Online mun tala um nýjungar í leiknum sem nú fagnar 13 ára afmæli sínu.  Yfir hátíðina munu gestir geta prófað nýja leiki fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika, Gunjack og EVE: Valkyrie, ásamt nýju verkefni sem ber heitið; Project Nova.

ARN

EVE Fanfest þjónar margvíslegum tilgangi fyrir CCP og samfélag EVE Online spilara. Á hátíðinni koma saman spilarar leiksins allstaðar að úr heiminum, sem sumir hverjir hafa aldrei hist í raunheimum, og taka þátt í keppnum, pallborðsumræðum, sækja fyrirlestra og skemmtanir. Á Fanfest kynnir CCP jafnframt ýmsar nýjungar í EVE Online og öðrum leikjum og verkefnum fyrirtækisins – sem samstarfsaðilar fyrirtækisins, blaðamenn og starfsmenn úr tölvuleikja- og afþreyingariðnaðinum koma til að fræðast um og prófa. Að þessu sinni eru margar þessara nýjunga á sviði sýndarveruleika (e: VR, virtual reality).

ARN

EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest.  Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prófanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur.  Gestir munu jafnframt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira.

pix9

EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum. Má þar nefna fyrirlestra og pallborðsumræður um efnahagsmál og sagnfræði í EVE heiminum, tækni og framtíð mannkyns, list og hönnun í EVE Online, hvernig maður getur oðrið betri valkyrja – og hvernig tölvuleikjaspilarar geta hjálpað vísundunum í verkefninu Project Discovery. Dagskrána má finna hér og hér má fræðast frekar um dagskrána.

pix153
Gestir Fanfest sem komnir eru til landsins hafa síðustu daga lagt leið sína að Heim­ar í heimi, listaverk tileinkað EVE heiminum eftir Sigurð Guðmundsson (World Within a WorldEVE Monument sem stendur við Reykjavíkurhöfn, við skrifstofur CCP að Grandagarði .

ARN

EVE Fanfest lýkur laugardagskvöldið 23. apríl með tónleikum í Hörpu undir yfirskriftinni Party at the Top of the World þar sem hljómsveitin Skálmöld kemur meðal annars fram.

Comments are closed.