ESCAPE ARTIST KVEÐUR VIÐ ANNAN TÓN

0

Escape Artist með tónlistarmanninum Kalla (sem kenndur er við hljómsveitirnar Without Gravity og Tenderfoot) kom út 8. ágúst á vegum Broken Arrow Music. Um 6 ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu, Last Train Home sem tekin var upp í Nashville. Þar naut Kalli aðstoðar sumra af fremstu tónlistarmönnum borgarinnar sem einkenndi hljómheim og stíl plötunnar. Last Train Home hlaut lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins.

Á Escape Artist kveður við annan tón. Hér er á ferðinni 6 laga plata sem Kalli vann í samstarfi við Arnar G. (Leaves), en þeir hafa áður unnið saman bæði á plötu Tenderfoot og fyrstu sólóplötu Kalla, While the City Sleeps.

Rödd Kalla og lagasmíðar fá hér að njóta sín í  áhrifamikilli og dulrænni hljóðmynd sem einkenna plötuna.

Í titillagi plötunnar „Head in the Clouds” er stórum og miklum útsetningum stillt upp með einlægri rödd Kalla. „The River Wild” er eins og straumur hinnar villtu ára sem skiptist á milli friðsælla strauma og flúða í gegnum lagið. „Stars in my Pocket” og fyrsta smáskífan “My Bird” sýna bestu hliðar Kalla og það vald sem hann hefur yfir þeirri kyrrlátu fegurð og seiðandi andrúmslofti sem einkennt hafa hans feril frá upphafi. Í Niðurlagi plötunnar, ósunginni útgáfu af „My Bird” sést vel hversvegna tónlist Kalla hefur verið notuð í yfir 14 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Criminal Minds, City State og The Grocer’s Son.

Kallimusic.com

Brokenarrowmusic.com

Deezer

Itunes/Apple music

Skrifaðu ummæli