ERU ALLIR KLÁRIR FYRIR SECRET SOLSTICE!

0
ss 1

Ljósmynd: Brynjar Snær

Jæja gott fólk þá er Secret Solstice á næsta leiti og ekki seinna vænna en að skella á sig sólgleraugum,  reima á sig dansskónna og dúndra upp góða skapinu. Dagskráin er vægast sagt mögnuð og hægt er að sjá gamlar kempur eins og Wu Tang, The Wailers og Mugison, sem ætlar að flytja nýtt efni. Einnig er hátíðin frábær leið til að hlíða á nýja tónlist, það er eitthvað fyrir alla á Secret Solstice.

ss2

Ljósmynd: Brynjar Snær

Þeir sem eiga smá pening geta nú keypt sér V.I.P miða á aðeins 26 milljónir! Ok það er slatti af pening en það er ekkert slor sem fylgir þessum miða. 5 herbergja lúxus íbúð, þyrla, einkabílstjóri og kokkur svo fátt sé nefnt. Hver mundi ekki slá til ef viðkomandi ætti þetta í rassvasanum.

Þetta er annað árið sem Secret Solstice er haldið og það er óhætt að segja að hátíðin er komin til að vera. Bjart allan sólahringinn, dúndrandi tónlist og stuð.

Albumm.is ætlar ekki að missa af þessu og þú ættir ekki að gera það heldur!

http://secretsolstice.is/

http://fb.com/secretsolstice

http://twitter.com/secret_solstice

http://instagram.com/secretsolstice

Comments are closed.