Erfiður tími varð að lagi og nú tónlistarmyndbandi

0

Rapparinn Trausti var að senda frá sér nýtt myndband við lagið, „Elska Það.“ Trausti hefur verið öflugur að semja sitt eigið efni en kappinn hefur verið að vinna hörðum höndum að sinni fyrstu plötu á íslensku sem ber heitið Þrýstingur.

„Þetta byrjaði allt á því að Brynjar Birgisson heyrði í mér varðandi lagið „Elska Það,“ sem ég samdi. Honum fannst það mjög gott lag og vildi fá að leikstýra tónlistarmyndbandi við það.“ – Trausti

Lagið fjallar um frekar “down“ tíma í lífi Trausta þar sem hann var að reyna finna sig og sinn hljóm. Eitt kvöldið þegar Trausti var í stúdíóinu byrjaði hann að söngla viðlag og það festist í hausnum á honum. Hann tók sig til og bjó til takt við viðlagið og allt small saman.

„Hef fengið mjög góðar viðtökur frá fólki sem hafa hlustað á lagið og stefni ég á að halda áfram að reyna mitt besta í tónlistinni og að hljóðið mitt verður fjölhæfara með tímanum.“ – Trausti

Spennandi tímar eru hjá kappanum en eins og hann segir sjálfur þá er stefnan sett á að syngja frekar en rappa en hann elskar að henda „50/50“ söng og rapp í lögin sín.

Myndbandið er leikstýrt af Brynjari Birgissyni og Brynjar Kristmundsson sá um upptökur.

Skrifaðu ummæli