„Erfiðast að finna tíma til að horfa á Netflix og borða pizzur”

0

Ljósmynd: Berglaug Petra.

Hljómsveitin Cyber var að senda frá sér plötuna Bizness en hún inniheldur sjö lög. Platan er búin að vera í vinnslu um níu mánuði en sveitin er búin að vera til allt frá árinu 2012. Salka Valsdóttir, Jóhanna Rakel og Þura Stína (Sura) skipa Cyber en þær eru einnig afar uppteknar í örðum tónlistarverkefnum. Mikið er um að vera hjá Cyber sem og öðrum verkefnum og getur verið erftitt að finna tíma til að chilla saman, horfa á Netflix og borða pizzur!

Albumm.is náði tali af Cyber og fékk að skyggnast örlítið inn í heim sveitarinnar.


Er platan búin að vera lengi í vinnslu og hvernig munduð þið lýsa henni í einni setningu?

Platan er búin að vera í vinnslu í um 9 mánuði og í einni settningu er hún: Einn vinnudagur á skrifstofu CYBER inc.

Hvaðan sækið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun og hvernig kom til að þið stofnuðuð Cyber?

CYBER er búin að vera til sem hugmynd alveg frá 2012 en við byrjuðum ekki almenniglega að gera tónlist sem CYBER fyrr en árið 2016. Við sækjum mestan innblásturinn okkar úr daglegu lífi og svo auðvitað sögu og framvindu Kauphallar Íslands frá stofnun þess árið 1985 til dagsins í dag.

Þið eruð afar uppteknar um þessar mundir og eruð einnig starfandi í öðrum tónlistarverkefnum. Er ekkert erfitt að finna tíma fyrir þetta allt?

Við værum að ljúga ef við segðum að við náum að sofa 8 tíma á nóttu og borða þrjár máltíðir á dag. Það er samt örugglega erfiðast að finna tíma til að bara chilla saman. Við náum alveg að klára alla tónlistina og vídeóin og alla túranna en það er mögulega erfiðast að finna tíma til að horfa á Netflix saman og borða pizzur.

Ef þið gætuð farið á djammið með einni sögufrægri persónu, hver yrði fyrir valinu og afhverju hún/hann?

Ég held það sé mismunandi fyrir okkur allar en ef við þurfum nauðsynlega að velja eina þá yrði örugglega Amy Winehouse fyrir valinu. Ekki bara var hún frábær listamaður heldur einlæg í gegn (við mælum með að horfa á upptekin viðtöl við hana á internetinu). Ok kannski samt, meigum við frekar búa til bara svona úrvals party crew! Þá værum við að tala um; Amy, Prince, Aaliyah, Paris Hilton (ekki dáin en þúst ekki hægt að sleppa henni í djamm lestinni) og mögulega bara Gucci Mane (sama, hann á heima í party rútuni þó hann sé edrú).

 

Hvernig verða lögin til og á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Salka gerði taktana fyrst og tengdi þá saman þannig það er beinlínis hægt að hlusta á hana alveg í gegn án þess að það séu neinar pásur. Svo bara komu textarnir einhvernvegin og þar með söguþráðurinn. Við fylgjum þessari plötu eftir kannski á aðeins óhefbundnari hátt. Við erum bara að gera bisness hér og þar meira heldur en að spila.

Hvað er framundan hjá ykkur og eitthvað að lokum?

Við erum að spila í Helsinki núna 1.des á stað sem heitir Korjaamo. Svo kemur tónlistarvídeó við lagið „HOLD“ núna í des og við klárum svo árið á því að spila á prikinu 29.des.

Skrifaðu ummæli