„Er þetta ást? Er ég klikkuð? Ég er all in”

0

Tónlistarkonan Karitas sendi fyrir stuttu frá sér lagið „True” en hún sækir innblástur sinn í skandinavískt popp. True varð til á undarlega stuttum tíma og segir Karítas að fílingurinn sem hún leitaði eftir er alveg fangaður í þessu lagi. Myndband við lagið er í vinnslu en það mun innihalda royal búðing, snapple, lukkutröll, snjóvél og sápukúlur svo sumt sé nefnt!

Albumm.is náði tali af Karitas og svaraði hún nokkrum léttum spurningum um lagið og framhaldið.  


Er lagið búið að vera lengi í vinnslu og hver er innblástur lagsins?

Lagið er búið að vera klárt síðan í Apríl og varð til á undarlega stuttum tíma. Þetta var eitt af þessum skiptum sem lagið bara kom saman og einhvernvegin small strax. Þetta er annað lag af tveimur sem ég vann með Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Pálmi var með grunn að lagi og einhverjar hugmyndir svo lögðumst við í textagerð saman og út kom True. Ég ofboðslega ánægð með lagið en einnig er ég mjög spennt fyrir myndbandinu sem er verið að vinna í þessa dagana og fílingurinn sem ég leitaði eftir er alveg fangaður í þessu lagi.

Innblástur minn sæki ég mikið í skandinavískt popp og electro gleði popp. Þung dropp sem hægt er að dilla sér við. Sigrid, Dagny, Halsey og Robyn eru mínar fyrirmyndir í músíkinni þessa dagana.

Um hvað er lagið og hvernig mundir þú lýsa laginu í einni setningu?

Lagið er auðvitað svolítið um þetta ástand sem á sér stundum stað í samskiptum kynjanna. Ég veit að margir eiga það til að leita (oft ómeðvitað) í eitthvað sem viðkomandi ætti að vita að mun rugla í höfðinu á sér. Hvort sem það er einhver viss týpa af manneskju, lífstíll eða álíka sem hefur ekki reynst vel en maður leitar aftur og aftur í.  Þetta er alveg svona sækadelik gleðipopp um ástina og þetta hugarástand og innri baráttu sem verður stundum til í þessum aðstæðum. “Á ég að halda áfram? Er þetta ást? Er ég klikkuð/klikkaður? Ég er all inn…”

Hvað er framundan hjá þér og eitthvaðað lokum?

Framundan er ótrúlega mikið af skemmtilegum og spennandi verkefnum, ég er að halda áfram með mitt sóló efni og með nokkur lög á leiðinni sem Karitas en eins iða ég í skinninu að gefa út og tilkynna verkefni með góðum vinum sem er væntanlegt bara núna strax í september. Ég mæli með því að fylgjast vel með! Svo er ég að koma fram mikið, Iceland Airwaves í nóvember sem ég hlakka mikið til, vinna og bara happy living!

Skrifaðu ummæli