ER SÓDÓMA REYKJAVÍK ENNÞÁ GÓÐ?

0

25 ár eru liðin síðan Sódóma Reykjavík leit dagsins ljós. Kvikmynd Óskars Jónassonar hefur átt sess í hjörtum Íslendinga síðan. En er ennþá eitthvað spunnið í hana?

Bíó Tvíó er hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Stjórnendurnir Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson stefna á að fjalla um hverja einustu íslensku mynd sem komið hefur út.

Dyggir hlustendur Bíó Tvíó fengu að kjósa um hvaða mynd yrði til umfjöllunar á viðburðinum og vann Sódóma með nokkrum yfirburðum. Mun þessi sígilda gamanmynd fá sess á flaggskipi íslenskra kvikmynda og hljóta „íslenska fánann“ eða munu Andrea og Steindór mæla með því að fólk horfi frekar á bandaríska Hollywood dellu og veita Sódómu þannig „bandaríska bjánann?“

Á sunnudaginn, 9. apríl kl. 20:00, munu þau taka upp þátt um Sódómu Reykjavík fyrir framan áhorfendur á skemmtistaðnum Húrra. Frítt er inn á viðburðinn. Sama kvöld á Húrra munu Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson stíga á svið og taka upp þátt af nördahlaðvarpi sínu, Hefnendunum.

Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Skrifaðu ummæli