ER KOMINN MEÐ YFIR MILLJÓN SPILANIR

0

ingi-bauer-2

Ingi Bauer er 24 ára tónlistarmaður og plötusnúður. Ingi er búsettur í Los Angeles en hann er ný útskrifaður úr tónlistarskólanum Musicians Institute þar sem hann lærði hljóðblöndun og tónsmíðar.

dsc_0052

Ingi Bauer sendi frá sér Remix af lagi Justin Bieber og Major Lazer, Cold Water og er það komið með yfir 100.000 spilanir á vefsíðunni Soundcloud og var spilað á útvarpsstöðinni Dash Radio í Los Angeles. Samtals eru lögin hans Inga komin með yfir milljón spilanir á Soundcloud og Youtube samanlagt, alls ekki slæmt það!

Í gær sendi kappinn frá sér remix af glænýju lagi hljómsveitarinnar The Chainsmokers en lagið heitir „This is All We Know.“ The Chainsmokers eru þekktir fyrir að senda frá sér smelli sem tróna á toppum vinsældarlista út um allan heim.

Comments are closed.