ER EKKI HRÆDD VIÐ AÐ TJÁ TILFINNINGAR SÍNAR

0

Freyja er 22 ára upprennandi tónlistarkona frá Ísafirði en hún vakti talsverða athygli á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður árið 2015 en þar spilaði hún á Off Venue. Þar kom Freyja fram á svokölluðum heimilistónleikum en fyrir þessa mögnuðu tónleka hafði hún aldrei komið fram áður.   

Árið 2016 kom hún fram á tónlistarhátíðinni  Melodica Festival in Reykjavík sem gaf henni kraft til þess að semja fleiri lög og finna sinn eigin stíl! Einnig kom hún fram á Sofar Sounds og svo á sumarhátíðinni á Dillon.

Í ágúst 2017 gaf Freyja út lagið „Raw” í formi live myndbands á Youtube og hefur það vakið talsverða athygli. Raw inniheldur mjög persónulegan texta og er Freyja alls ekki hrædd við að tjá tilfinningar sínar.

Þessa stundina er Freyja að vinna í nýrri tónlist og verður gaman að fylgjast með henni í nánustu framtíð!

Skrifaðu ummæli