ER ALLT TILGANGSLAUST OG VONLAUST EÐA ER EINHVER VON?

0

Major Pink var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Genocide,” en það er framhald af tónlistarmyndbandinu „Coffee & Cigarettes.“ Myndböndin eru hluti af þríleik sem er enn ókláraður en markmiðið er að ljúka sögunni með þriðja myndbandinu „Shake Off the Pink.”

„Við ákváðum að leyfa okkur að slökkva öll ljósin með þessu myndbandi og takast á við geðveikina í heiminum sem á sér rætur að rekja til mannsheilans. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þríleikurinn endar. Er allt tilgangslaust og vonlaust eða er einhver von? Það verður allt að koma í ljós seinna.“  – Knútur Haukstein Leikstjóri

„Coffee & Cigarettes“ fjallaði aðallega um vítahring sem tekur skyndilegan endi. Aðal sögupersónan vaknar á morgnana og byrjar að fá sér kaffi og sígarettur en hefur ekkert annað fyrir stafni þangað til að önnur heilbrigðari og betri útgáfa af persónunni drepur þá gömlu. Sagan fjallaði um jákvæða breytingu og er í rauninni myndlíking fyrir það ákveða að verða heilbrigðari og betri manneskja.

Genocide fer aftur á móti í þver öfuga átt við þá fallegu hugsun sem byrjað var á. Ákveðið var að ganga mjög dimman og óþægilegan veg með þessu nýja myndbandi. Genocide býður upp á þá kenningu að allt sé vonlaust og útrýming óhjákvæmileg. Skrímslið innan í okkur mun taka yfir og mannskepnan mun að lokum eyða sjálfri sér. Í Genocide er hugleiðingu, æðruleysi og sjálfstjórn þurrkað út af egóinu sem inniheldur allt það neikvæða í fari mannskepnunnar. Egóið tekur yfir og eyðir ljósinu eða möguleika okkar á að verða fyrir uppljómun.

Skrifaðu ummæli