ENSÍMI

0

ens 2

Hljómsveitin Ensími skaust fram á sjónarsviðið árið 1998 með plötuna Gæludýr og naut hún mikilla vinsælda! Ensími hefur verið starfandi frá árinu 1996 og eru langt frá því að vera hættir þrátt fyrir að detta í smá leti af og til. Albumm hitti Franz Gunnarssoon og Hrafn Thoroddsen og fékk að vita allt um nýju plötuna, móralinn í bandinu og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.


Hvað er Ensími búin að vera starfandi lengi?

Franz: Hrafn og Jón Örn komu saman árið 1996 en ekkert í þeim tilgangi að stofna hljómsveit, heldur voru eitthvað að leika sér í skúrnum hjá Jonna. Við vorum bara þrír til að byrja með en svo bættust menn við. Áður en við vissum vorum við komnir með nokkra grunna að lögum, fengum lánað upptökutæki frá Pétri Jesú og tókum upp demó sem lak svo til Skífunnar. Menn voru voða hrifnir af þessu og vildu að við mundum henda í plötu. Það var í fyrsta skipti sem við áttuðum okkur á að við værum orðnir að hljómsveit.

Hrafn: Án þess að átta okkur á því sjálfir.

Franz: Já, nákvæmlega það var aldrei rætt eða á stefnuskránni, vorum eiginlega þvingaðir í að gera hljómsveit. Við semsagt hittumst fyrst árið 1996, erum enn að leika okkur 1997 og fyrsta platan kemur út árið 1998 en þá erum við ekki einu sinni búnir að spila á einum tónleikum.

Var upptökuferlið fyrir þessa plötu eitthvað öðruvísi en áður?

Hrafn: já, það má segja það sko. Við splittuðum þessu niður í tvo parta og tókum hana upp eiginlega öfugt, semsagt enduðum á trommum og bassa. Það var tekið upp bara tveim vikum fyrir mix.

Franz: Það er alltaf gaman að prófa nýjar upptökuaðferðir. Núna komu menn bara inn þegar þeim hentar og gerðu sitt og svo heyrði maður útkomuna mánuði seinna. Maður vissi ekkert í hvað stemmdi og hvað hinir voru búnir að gera.

Hrafn: Þetta var svona “Fleetwood Mac“ leiðin en ekki á þeim forsendum að við hötum hvorn annan (hlátur). Það getur verið mjög erfitt að ná öllu bandinu saman á tilteknum tíma enda mjög uppteknir menn í mörgum verkefnum. Það er mjög spes að gera þetta svona af því maður heyrir tónlistina öðruvísi og maður tengist henni á allt annan hátt heldur en út frá taktinum.

Eruð þið að breyta um stefnu á þessari plötu?

Hrafn: Já, það má segja það og hún fer í ýmsar áttir. Við förum aðeins út fyrir ramman okkar þótt í grunnin er þetta alltaf Ensími, losnum ekkert við það. Það er allt leyfilegt á þessarri plötu og hún er mjög fjölbreytt.

Á að fylgja plötunni eftir?

Franz: Já, við ætlum að vera svolítið duglegir við það núna og spila sem víðast. Öll platan verður tekin í bland við gamalt. Það hefur alltaf verið þrístingur á okkur að spila meira og þá sérstaklega út á landi þannig við ætlum að fara útum allt.

AR-130609296

Ensími er orðið að svona cult bandi

Franz: Já það má alveg segja það sem er alveg fáránlegt af því við erum ekkert rosalega aktívir.

En Ensími hefur aldrei hætt er það?

Hrafn: Nei nei.

Franz: Við höfum legið í dvala en aldrei hætt.

Hrafn: Það er enginn þrýstingur á okkur og við gerum þetta bara á okkar forsendum.

Franz: Það er mjög þægilegt að geta gert þetta á okkar hraða og algjörlega á okkar forsendum. Hafa ekki menn á bakinu sem vilja fá nýja plötu til að gefa út.

10617410194_2dd25e5a40_b

Það gengur ekki að segja fólki að vera creative

Hrafn: Við lentum í því með plötu númer tvö en þá vorum við alveg búnir á því eftir fyrstu plötuna. Steve Albini var fenginn til að koma til landsins og taka okkur upp.

Franz: Okkur var bara gefinn mánuður til að semja heila plötu og svo bara áttum við að telja í.

Hrafn: Við náttúrulega sögðum bara ókei bara af því þetta var Steve Albini, maður segir ekki nei við því.

Franz: Ef þetta hefði ekki verið fyrir hann þá hefði maður sagt mönnum að halda bara kjafti. Steve Albini flakkar um heiminn í níu mánuði á ári og tekur upp bönd sem hann fílar svo tekur hann mánuð þar sem hann tekur upp eitthvað risa band og borgar reikningana þannig. Það var rosa heiður að fá að vinna með honum.

10617426866_c2cdfb26bc_b

Hvenær kemur nýja platan út?

Hrafn: Útgáfudagurinn er 13. júní og sama dag verða útgáfutónleikar í Gamla Bíó.

Franz: Við stefnum á það að vera með geisladiskinn á tónleikunum en hann verður einnig tilbúinn til niðurhals og annað. Einnig mun platan koma út á vínyl en hann mun koma eitthvað aðeins seinna, ekki seinna en svona seinnipartinn í júní

Ensími

Er alltaf jafn góð stemming í bandinu?

Hrafn: Já kannski er það útaf því að við hittumst svo sjaldan (hlátur). Við erum allir mjög góðir vinir og hittumst alveg fyrir utan bandið. Það er einhver skilningur og bræðralag okkar á milli og menn eru bara í góðum fíling en auðvitað hefur komið upp smá ágreiningur, það er bara skilda.

Franz: Það hefur samt aldrei farið út í slagsmál það hefur kannski munað litlu nokkrum sinnum en aldrei farið alla leið. Það hefur enginn fengið á kjaftinn nema þá kannski bara með orðum.

4003074390_7d72f3f0ec

Á næsta ári verður Ensími 20 ára. Á að gera eitthvað í tilefni þess?

Franz: Jú, ætli við verðum ekki að gera eitthvað.

Hrafn: Kannski við hendum í worst off plötu (hlátur).

Franz: Við náttúrulega eigum alveg helling af efni þannig við gætum hent í eitthvað skemmtilegt.

Hrafn: Gefa út allar plöturnar á vínyl.

Útgáfutónlekar Ensími verða í Gamla Bíó 13. Júní kl: 20.00

Hægt er að kaupa miða á: https://tix.is/is/event/707/ensimi/

Comments are closed.