ENDURSPEGLA ÁHRIF STJÓRNVALDA OG FJÖLMIÐLA Á NEYSLUHYGGJU NÚTÍMA SAMFÉLAGS

0

Lagið „They Live“ sem kom út í fyrra af annarri smáskífu tónlistarmannsins Seint Post Pop hefur verið sett í nýjan búning en Seint fékk tónlistarkonuna Kríu í samstarf við að hljóðsmala og syngja inn á lagið. Textann af „They Live“ má sjá neðst í færslunni en textinn og hljóðheimurinn endurspegla áhrif stjórnvalda og fjölmiðla á neysluhyggju nútíma samfélags.

KRÍA er íslensk söngkona, lagahöfundur og pródúser sem stofnaði verkefnið árið 2015 útfrá þörf á að koma ýmindunarafli sínu út í raunveruleikann, en hún sameinar sjónræna list við fínlega iðnvædda takta. Tónlistinni mætti lýsa sem ís-popp en síðan KRÍA gaf út sína fyrstu smáskífu Low Hype hefur verið sagt að hún sé að setja ferskan blæ á raftónlistarsviðið (BitCandy). Verkefnið hefur leitt KRÍU í tónleikaferðalag um UK, tónleikum á O2 Islington og koma fram á opinberu eftir partý á Formúlu1 tónleikum í Singapore 2016.

Sumarið 2017 verður KRÍA aðal númerið á tónlistarhátíð í Póllandi og einnig sem gestur í atriði SEINT á Secret Solstice hátíðinni 2017.

„Undir áhrifum stjórnmála, LGBTQ réttinda, samsæriskenninga og því dulræna þurfum við fleiri listamenn eins og KRÍU í heiminn.“Nordic Spotlight

SEINT er fyrsti tónlistarmaður sinnar eigin stefnu sem nefnist Post Pop eða Heimsendapopp. Þar er áheyrslan lögð á djúpan draumkenndan hljóm með þungum takti leitt áfram af melódískum söng. Margt er búið að vera í bígerð seinustu misseri hjá Joseph Cosmo (SEINT) en hann gaf út frá sér nýtt tónlistarmyndband nú á dögum við ábreiðu af laginu „God“ með Kanye West, og hefur það fengið góðar undirtektir. Nýlega gaf hann út tvöfalda smáskífu Post Pop/The Last Day With Us og hægt er að nálgast þær á Spotify og YouTube.

Fleira efni er væntanlegt frá SEINT og mun hann spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer um helgina og honum til liðs mun Kría vera ein af söngvurunum sem stíga á svið í Gimli í kvöld föstudag kl 15:00.

Hér fyrir neðan má lesa texta lagsins í heild sinni.
Where all your predictions start
load the last phenomenon

I’d fight for your rights

Obey to feed their empathy
run towards their felonies
only for your benefit

because you, you,
because of you, you
now it’s alright
everytime that you gain
every move that you make
now it’s alright
now it’s alright

because you, you,

because of you, you

every move that you make
gets me closer to your face (we are living)
now its alright
we are living

alright

its you, you
its you, you
we are the living
its alright
every move that you make
gets me closer to your face

Skrifaðu ummæli