ENDURGERIR LAG MEÐ KANYE WEST

0

Seint Sessions er myndbandssería frá listamanninum Joseph Cosmo betur þekktur sem Seint. En meigin þemað er að gera einskonar ábreiðu eða endurgerð af lögum annarra listamanna sem hafa gefið honum innblástur í gegnum tíðina. Í þetta sinn tekur hann fyrir hinn viðfræga rappara og listamann Kanye West.

‘’Ég hef verið Kanye West aðdáandi síðan 2007. Og er hann ein stærsta ástæðan fyrir að ég ákvað að byrja syngja. Ég hugsaði alltaf, ef hann getur gert það þá get ég það. Og þannig hefur það gengið fyrir sig allar götur síðan. ‘’God’’ er samplað úr laginu hans „I am a god’’ sem er af að mínu mati vanmetnustu plötu hans Yeezus. En þetta er þá mitt einskonar einlæga aðdáenda bréf til hans. Til gamans má geta þá birtist hann í einum ramma í videoinu. Plús þá kvóta ég hann í laginu’’Seint.

Skrifaðu ummæli