ENDLESS SUMMER KVEÐUR VIÐ NÝJAN TÓN

0

Fyrir sex árum gaf tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir út breiðskífuna We Sink. Hlaut sú plata einróma lof tónlistarunnenda og gagnrýnenda um allan heim. Sóley hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og árið 2014 sendi hún frá sér þröngskífuna Krómantík og ári síðar kom út önnur breiðskífa hennar, Ask the deep. Nú tveimur árum síðar gefur Sóley út sína þriðju breiðskífu, Endless summer sem kemur út í dag.

Allar skífur Sóleyjar hafa komið út á vegum útgáfufyrirtækisins Morr Music sem staðsett er í Berlín. Endless summer hefur að geyma átta lög sem Sóley samdi og útsetti á einu ári og er tekin upp og hljóðblönduð í nánu samstarfi við Albert Finnbogason.

Á þessari þriðju breiðskífu Sóleyjar kveður við nýjan tón þar sem finna má vorvarmann undir snjóbreiðu vetrar sem senn er á enda. Tónlistin er full af von og mýkt og Sóley lyftir okkur upp með töfrandi næmni upp í ljósbjarmann.

Hægt er að versla plötuna hér

http://www.soleysoley.is

Skrifaðu ummæli