EMMSJÉ GAUTI SENDIR FRÁ SÉR „17. NÓVEMBER“ / FRÍTT NIÐURHAL

0

emmsje

Rapparinn Emmsjé Gauti sendir í dag frá sér plötuna 17. Nóvember en hann á einmitt afmæli í dag. Plötuna er hægt að niðurhala án endurgjalds á heimasíðu kappans Emmsje.is.

Einnig koma út í dag vesti í samstarfi við 66 gráður norður en þau koma í aðeins 17 eintökum, fyrstur kemur fyrstu fær! Platan kemur einnig út á Cd og á vínyl en í afar takmörkuðu upplagi! Hægt er að nálgast vestin hér.

vesti

Í kvöld verður haldið heljarinnar partý á Prikinu í tengslum við útgáfuna og eru allir hvattir til að mæta snemma! Herlegheitin byrja stundvíslega klukkan 18:00 en þá verður „Sticky Records með sérstaka pop-up store“ í portinu á Prikinu. Þar verður hægt að nálgast nýju plötuna á CD og vínyl ásamt allskonar varningi tengdum útgáfunni.

Tónleikarnir byrja stundvíslega kl 22:00 en þeir sem stíga á stokk ásamt Emmsjé Gauta eru: Herra Hnetusmjör, Úlfur Úlfur, GKR, Aron Can, Sturla Atlas og Ká Aká.

Mættu í party ársins!

Skrifaðu ummæli