EMMSJÉ GAUTI OG ARON CAN Á RÚNTINUM

0

arin emmsjé

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti sendi á dögunum frá sér plötuna Vagg & Velta og hefur hún fengið glæsilegar viðtökur. Kappinn var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Silfurskotta“ og er tekið af umræddri plötu. Það er enginn annar en Aron Can sem ljáir einnig laginu rödd sína og er útkoman skotheld!

Í myndbandinu krúsa kapparnir um á glæsilegum BMW blæjubíl en það er Baldvin Vernharðsson sem leikstýrir myndbandinu og tekst honum afar vel til.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband!

Comments are closed.