ELTA DRAUMANA Á MEÐAN ÞAU LIFA Á FORELDRUM SÍNUM

0

Special-K er listamannanafn Katrínar Helgu Andrésdóttur sem er þekktust fyrir að spila með hinni víðfrægu Sóley, tilheyra hinu umdeilda feminíska hip hop gengi Reykjavíkurdætur og vera í draumkenndu jaðarpopps hljómsveitarinni kriki. Á þessu ári er hún að vinna að sinni fyrstu sólóplötu sem mun heita I Thought I’d Be More Famous by Now eða Ég hélt ég myndi vera frægari núna.

Textarnir hennar fjalla um að tilheyra aldamóta-kynslóðinni þar sem allir virðast þjást af kvíða, hvorutveggja of háu og of lágu sjálfstrausti á sama tíma, eru að berjast við að elta draumana sína á meðan þau lifa á foreldrum sínum, eiga ekki séns á fasteignamarkaði en njóta á sama tíma fáránlegra forréttinda.

Fágunin í klassískum bakgrunni hennar mætir pönk viðhorfinu: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Hún spilar á allskyns hljóðfæri, allt frá bassa að blokkflautu og leyfir ófullkomleika að vera hluta af verkum sínum. Tónlistin og textarnir eru full af leikgleði og húmor og endurspegla ljúfsára melankólíu hversdagsins.

Skrifaðu ummæli