Elli Grill keyrði allt um koll: Sjáið ljósmyndirnar

0

Fyrir stuttu sendi tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér plötuna Pottþétt Elli Grill og hefur hún verið að fá frábærar viðtökur. Elli Grill er einn vinsælasti rappari landsins en hann hefur skapað sinn eigin stíl og hljóðheim sem fáir geta leikið eftir. Pottþétt Elli Grill er virkilega þétt plata og ætti hvert mannsbarn að skella henni í eyrun og dilla sér í takt við sækadelíska takta í bland við framúrstefnulega texta!

Á laugardaginn sem leið blés Grillarinn til heljarinnar útgáfutónleika á Húrra og ætlaði allt um koll að keyra! Öllu var til tjaldað en honum til halds og traust voru Balatron, Lukka og LaFontaine.

Albumm.is mætti á svæðið ásamt ljósmyndaranum Kristjáni Gabríel og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir Albumm.is

 

Skrifaðu ummæli