ELLEFU ÁRA BENEDIKT FRIÐBJÖRNSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝTT SNJÓBRETTAMYNDBAND

0

BENNI 1 (1)

Snjóbrettakappinn Benedikt Friðbjörnsson er aðeins ellefu ára gamall en hann er nú þegar orðinn ansi þekkt nafn í bransanum. Benni eins og hann er kallaður er á samning hjá snjóbrettarisanum DC Snowboards en nýtt myndband leit dagsins ljós í gærdag.

BENNI 2 (1)

Benni er búinn að vera á miklu ferðalagi í vetur og hafa viðkomustaðir hanns verið t.d. Stubai, Livigno, Mayrhofen, Meribel, Osló og Hlíðarfjall svo fátt sé nefnt.

Alltaf er myndavél höfð með í för og er nú búið að smala saman öllum helstu klippum vetrarins í eina glæsilega mynd sem nefnist „Season Edit 2015 – 2016.“

Comments are closed.